Eimreiðin - 01.01.1939, Page 26
12
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMHEIÐIN
Öll'usi var þangmjölsverksmiðja sett á stofn. Hráefnið er flutt
frá Stokkseyri og hverahiti notaður til að þurka þangið og
vinna úr því. A Bíldudal var reist rækjuverksmiðja og síldar-
mjölsverksmiðja, auk bryggju og vatnsleiðslu. Niðursuðuverk-
smiðja Sambands íslenzkra fiskframleiðenda var bygð í Reykja-
vik og tók til starfa, eins og áður er sagt. Fiskimjölsverksmiðja
bóf einnig starfsemi sína í Reykjavík, til fram-
iðnaðurinn. leiðslu á fiskimjöli til manneldis, aðallega til sölu
erlendis. Glerungsverksmiðja (emailleringsverk-
stæði) var sett á stofn i Reykjavík og tók til sarfa. Brenni-
steinstaka var undirbúin í Námaskarði í Þingeyjarsýslu. Út-
flutningur leirs var hafinn frá Fáskrúðsfirði. Einnig jókst mjög
flókagerð til einangrunar pípum o. þ. h., Netagerð Vestmanna-
eyja jók starfsemi sína og einnig Veiðarfæragerð íslands í
Reykjavík, sem bygði nýtt verksmiðjuhús á árinu. Smíði
píanóa hófst hjá 2 verkstæðum í Reykjavík. Bílasmiði og báta-
smíði færðist mjög í aukana, og tilraunir og athuganir um nýja
gerð húsa úr innlendu efni (vikri og múrhúðuðu tré með reið-
ingstróði) voru framkvæmdar á tveim stöðum. Enn má nefna,
að byrjað var á virkjun Laxár í Þingeyjarsýslu, fyrir Akureyri
og nærsveitirnar.
Ilafnargcrðir og lendingarbætur voru þessar helztar á árinu
1938: Lokið var við bryggju og sjóvarnargarð í Ólafsvík, unnið
að hafnargerð ó Súgandafirði, Flateyri, Sauðárkróki og Skaga-
strönd, ennfremur á Siglufirði, eu þar er nú búið að verja úr
ríkissjóði í hafnarbætur undanfarin 3 ár 389 þús. kr. Til hafn-
argerðanna og lendingarbótanna i Ólafsvík,
Opínberar Flateyri, Súgandafirði, Skagaströnd og Sauðár-
verkiegar króki var alls varið á árinu um 350 000 kr. Á Dal-
framkvæmdir. yík var hafinn undirbúningur að hafnargerð og
varið til þess 6700 kr. Enn fremur var unnið að
bryggjugerðum á Þórshöfn, í Þorlákshöfn, Stafnesi og Gerðum
í Garði fyrir um 67 þús. kr. Loks voru umbætur gerðar á
Reykjavíkurhöfn og lengdur Ægisgarður svonefndur við höfn-
ina. Nýja vita var byrjað að byggja við Knararós austan
Stokkseyrar, og Hvanneyjarvitinn við Hornafjörð, Brimnes-
vitinn við Seyðisfjörð og Hafnarnesvitinn við Fóskrúðsfjörð
endurbygðir. Að vegagerðum var unnið fyrir um 2 milj. kr.