Eimreiðin - 01.01.1939, Side 27
EIMliEIBIN
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
13
Stærstar fjárveitingar hafa orðið til Holtavörðuheiðarvegar
(ca 70 000 kr.) og Suðurlandsvegar hins nýja um Krísuvík
(ca. 70 000 kr.). Af öðrum vegagerðum má nefna Hvalfjarðar-
strandarveg og Austurlandsveg um Mývatnsöræfi. Er gert ráð
^rir, að bílfært verði orðið austur að Jökulsá á Fjöllum hjá
Grínisstöðum um þenna veg árið 1940, en hin væntanlega brú
't’r Jökulsá hjá Grímsstöðum mun verða dýr (ca 200 þús. kr.)
°8 er áætluð rúmlega 100 metra löng hengibrú. Þegar sú brú er
komin, hefur bílvegarleiðin til Austurlands styzt um 68 km.
^ýjar brýr hafa verið gerðar yfir Geithellnaá i Suðurmúla-
sJslu, Bóluá í Skagafirði, Laugá á Geysisvegi og Borgarhafn-
a^á í Fljótshlíð o. fl. Þá hefur og verið komið fyrir bílferju
á Hornafjarðarfljóti.
^ýjar símcilínur voru lagðar frá Setbergi að Hallbjarnareyri
1 Snæfellsnessýslu um 8% km., að Hesteyri við ísafjarðardjúp
tca. 38 km.), frá Ekkjufelli að Setbergi í Fljótsdalshéraði (3%
^ni-), milli Langadals og Gautsdals í Bólstaðarhlíðarhreppi um
^ l'in., Hveragerðis og Hjalla í Ölfusi 10 km., Viðfjarðarlína til
Stuðla i Suðurmúlasýslu 24 km., frá Svignaskarði að Hjarðar-
h°lti í Borgarfirði 9 km., að Hæli i Flókadal 8% km. og milli
S^einseyrar og Stóra-Laugardals á Vestfjörðum 4% km.
Á töggjafarþinginu 1938 voru samþykt 60 lög og 13 þings-
■ályktunarti ] lögur.
á árinu druknuðu alls 45 innlendir menn hér við land, þar
nf 21 manns af botnvörpungnum Ólafi frá Reykjavík, sem fórst
2. nóv. í aftakaveðri á Halamiðum úti fyrir Vest-
Sl>sfarir. fjörðum. Síðan Slysavarnafélag íslands var stofnað
1928, hefur það safnað skýrslum um druknanir hér
'ið land. Druknað hafa samkvæmt þeim skýrslum 434 inn-
lendir menn og konur á árunum 1928—1937.
Itannfjöidi Hér er samanburður á mannfjölda á íslandi í
ársbyrjun 1937 og ársbyrjun 1938:
Ársbyrjun 1937: Ársbyrjun 1938:
Kaupstaðir ................. 54 460 55 370
Kauptún með vfir 300 íbúa 13 722 14 044
Sveitir og sjávarþorp ...... 48 766 48 278
Alls á öllu landinu ....... 116 948 117 692