Eimreiðin - 01.01.1939, Page 29
EIMREIÐIN
Klettafjallaskáldið.
Hve ofl, hve oft kom hálfan veginn heim
að húsi þínu, eitt um dimma nótt,
hið hljóða ljóð frá hinum djúpa skógi
og hrikalegum fjöllum, eitt um nótt,
og tjöldum gluggans lyfti blærinn blíðm’,
—- það bíður úti, mælti liann, létt og hljótt.
Svo þung, svo þung er þreytan eftir daginn,
þar þreytt var erfið raun,
og blessun svefns má bóndamanni ætla
hin beztu verkalaun.
En blæsins livísl í gluggans grófu tjöldum —
það glepur þann, er næturhvíld sig fól.
— Um draumsins sal, með drottinlegu fasi,
fer dís á bláum kjól.
En hverfðrar moldar eimur angansterkur
frá ökrum landnámsmanns,
og starfsins lúi i herðum, höndum, fótum,
þau liefja mikinn seið að vitund hans.
Þau hvisla að honum: enginn bíður úti,
sem eftir þreyttum landnámsmanni spyr.
'— Þó draumsins andar ldaki björtum vængjum
við bjálkahússins þak og dyr.