Eimreiðin - 01.01.1939, Qupperneq 36
22
Vlf) OSKJUVATN
EIMBEIÐIN
henni,“ mælti frændi hennar alúðlega, „hún þarfnast góðs
föruneytis.“ Og Þórmar fór að hugsa um hvort að þessari
ungu stúlku væri ekki að einhverju leyti sjálfrátt — hvort
að hún væri eitthvað veikluð. — Nú, þá það, hún sýndist
prýðilega hraust til likamans, hvað sem öðru leið. -— Hún
hét Snælaug Heinberg.
Svo óku þau af stað.
Veðrið var hið sama, dunandi rigning og sunnanstormur.
En þegar ofan í Fnjóskadalinn kom, var farið að kyrra og
stórrigningin orðin að strjálu dropakasti.
„Hvaða ilniur er þetta?“ spurði Snælaug þegar þau óku
ofan að Fnjóskárbrúnni.
„Hann er úr Vaglaskógi", svaraði fylgdarmaðurinn. Og
þegar Snælaug dró rúðuna lengra niður sá hún framundan
sér fallega steinbogabrú, og hinum megin árinnar var að líla
sem dinungræna fláka, það var íslenzki birkiskógurinn, sem
angaði nú svo sætt eftir regnið, að ilminn lagði yfir um til
hennar. í augum Ameríkustúlkunnar var þetta ekki skógur,
heldur kjarr —• eða eitthvað í ætt við það. En það var yndis-
legt í sinni dimmgrænu litarprýði, og ilmurinn þó ennþá
yndislegri.
„Hér vil ég nema staðar", sagði hún ákveðin, „ef það má tím-
ans vegna“. „Alveg eins og þú vilt“, svaraði Þórmar — þau þú-
uðust, það hafði hún heðið hann um undir eins og þau heils-
uðust. „Ég kann ekki að þéra á íslenzku“, sagði hún blátt
áfram og alvarlega, „fyrir vestan gerum við það aldrei“.
„Elsku litli islenzki skógurinn!“ sagði hún og strauk blítt
regnvotan stofninn á einni birkihríslunni meðfram skógar-
götunni, svo beygði hún döggvaða grein og dró að sér iím-
inn. „Dásamlegt! nicht wahr?“ sagði hún. Og Þórmar skildi
ekkert í því, að hún skyldi vera að sletta þýzku. Jæja — ekki
kom honum það neitt við, en honum fanst það dálítið skrítið.
Og það var eins og snert hefði verið við streng djúpt í brjósti
hans — streng, sem ekki hafði ómað í mörg ár.
Um nóttina gistu þau í Víðikeri.
Næsti morgunn var eins fagurheiðbjartur og sumarhlýr og
hann gat verið á íslenzkum fjallabæ, eftir júliregn og
storm. Ferðafólkið var snemma á fótum og bóndinn þó enn-