Eimreiðin - 01.01.1939, Side 40
26
VIÐ ÓSKJUVATN
EIMREIÐIN
hrifin að borði, og Þórmar braut upp tjaldskörina, svo að
morgunsólin gæti skinið inn.
Að loknum morgunverði lögðu þau svo af stað til vatns-
ins. Snælaug hafði ekkert með sér nema létta regnkápu. Þór-
mar hugsaði fyrir öllu. I baktösku sinni har hann mat og
drykk og fleira, sem forsjálir fylgdarmenn stinga í mal sinn.
Hann aðg'ætti, í laumi, fótabúnað stúlkunnar, hann var skyn-
samlegur. Þá var víst ekkert ffeira, sem athuga þurfti.
Sólin var komin í miðaftanstað. Þórmar og Snælaug höfðu
nær því lokið göngu sinni umhverfis Öskjuvatn. Þegar Snæ-
laug sá hve skamt var eftir, var sem henni væri óljúft að
halda áfram. Hún settist á steinstall einn og leit til Þórmars.
„Hér vil ég hvíla mig“ mælti hún og horfði síðan þegjandi
fram á vatnið, s.em lá fyrir fótum þeirra dularauðugt og
undursamlegt í öllum blæbrigðum hallandi dags. Næst landi,
þar sem þau sátu, lágu ofurlitlar vikurbreiður, sem höfðu
sezt þar að í kvöldlogninu. Um morguninn höfðu þær siglt
í smáhrönnum fram og aftur, eftir því sem fjallablærinn
andaði. Þetta var hið léttasta af seinustu skriðunni, sem hafði
fallið úr einum litla hnjúknum — og sérkenni Öskjuvatns.
Þórmar settist líka á stein, á bak við samferðakonu sína
og virti fyrir sér litlu hvítu gufurnar, sem lagði upp af
næstu hveraglufunum í hallanum niður að vatninu. Svo leit
liann til Snælaugar Heinberg; hún sat með hönd undir kinn,
og var sem hún hefði gleymt sér og honum — og öllu. Þannig
hafði hún alt af verið, að öðru hvoru allan daginn, eins og
ÖIl á valdi vatnsins og hinnar undursamlegu umgerðar þess.
Veðrið hafði verið hið fegursta, og Þórmar sá enn í innri
sýn alla þá dásamlegu liti, er við þeim höfðu blasað, alt frá
morgunsári til þessarar stundar. Hann hafði komið þarna
nokkrum sinnum áður, en aldrei séð aðra eins dýrð og auð-
legð lita og blæbrigða á vatninu og umhvierfis það, •— aldrei
aðra eins fjölbreytni fágætra jarðefna —■ aldrei hafði þar
verið friðsælla og hljóðbærara; ef smásteinn valt, var sem
bergmálið væri þotið á sömu sekúndu umhverfis alt vatn, í
ótal blíðum og þó leiftursnöggum hljómsveiflum — aldrei
höfðu gufurnar stigið fegur til himins i nónlogninu, — það