Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1939, Side 40

Eimreiðin - 01.01.1939, Side 40
26 VIÐ ÓSKJUVATN EIMREIÐIN hrifin að borði, og Þórmar braut upp tjaldskörina, svo að morgunsólin gæti skinið inn. Að loknum morgunverði lögðu þau svo af stað til vatns- ins. Snælaug hafði ekkert með sér nema létta regnkápu. Þór- mar hugsaði fyrir öllu. I baktösku sinni har hann mat og drykk og fleira, sem forsjálir fylgdarmenn stinga í mal sinn. Hann aðg'ætti, í laumi, fótabúnað stúlkunnar, hann var skyn- samlegur. Þá var víst ekkert ffeira, sem athuga þurfti. Sólin var komin í miðaftanstað. Þórmar og Snælaug höfðu nær því lokið göngu sinni umhverfis Öskjuvatn. Þegar Snæ- laug sá hve skamt var eftir, var sem henni væri óljúft að halda áfram. Hún settist á steinstall einn og leit til Þórmars. „Hér vil ég hvíla mig“ mælti hún og horfði síðan þegjandi fram á vatnið, s.em lá fyrir fótum þeirra dularauðugt og undursamlegt í öllum blæbrigðum hallandi dags. Næst landi, þar sem þau sátu, lágu ofurlitlar vikurbreiður, sem höfðu sezt þar að í kvöldlogninu. Um morguninn höfðu þær siglt í smáhrönnum fram og aftur, eftir því sem fjallablærinn andaði. Þetta var hið léttasta af seinustu skriðunni, sem hafði fallið úr einum litla hnjúknum — og sérkenni Öskjuvatns. Þórmar settist líka á stein, á bak við samferðakonu sína og virti fyrir sér litlu hvítu gufurnar, sem lagði upp af næstu hveraglufunum í hallanum niður að vatninu. Svo leit liann til Snælaugar Heinberg; hún sat með hönd undir kinn, og var sem hún hefði gleymt sér og honum — og öllu. Þannig hafði hún alt af verið, að öðru hvoru allan daginn, eins og ÖIl á valdi vatnsins og hinnar undursamlegu umgerðar þess. Veðrið hafði verið hið fegursta, og Þórmar sá enn í innri sýn alla þá dásamlegu liti, er við þeim höfðu blasað, alt frá morgunsári til þessarar stundar. Hann hafði komið þarna nokkrum sinnum áður, en aldrei séð aðra eins dýrð og auð- legð lita og blæbrigða á vatninu og umhvierfis það, •— aldrei aðra eins fjölbreytni fágætra jarðefna —■ aldrei hafði þar verið friðsælla og hljóðbærara; ef smásteinn valt, var sem bergmálið væri þotið á sömu sekúndu umhverfis alt vatn, í ótal blíðum og þó leiftursnöggum hljómsveiflum — aldrei höfðu gufurnar stigið fegur til himins i nónlogninu, — það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.