Eimreiðin - 01.01.1939, Page 42
28
VIÐ ÖSKJUVATN
EIMREIÐIN
ekki verða hans vör. Hann stóð tilbúinn að grípa hana, ef
hún ætlaði að kasta sér i dulardjúpið. En hún gerði enga
tilraun til þess — stóð aðeins og starði og strauk nú ekki
lengur burtu túrin. Þau ultu alveg óhindrað ofan vangana og
féllu á gljúpa vikurmolana, er drukku samstundis í sig þessi
mensku tár, sölt og hlý. Þórmar leit ekki af stúlkunni og
þorði naumast að draga andann. Nú beygði hún sig og dýfði
liendinni ofan í vatnsborðið, en dró hana innan skamms að
sér aftur. Svo horfði hún enn um stund eins og í leiðslu ofan
í vatnið, ineð hneigðu höfði. Hún grét ekki lengur, heldur
var likast því sem hún væri að biðjast fyrir, hendurnar
lagðar að brjóstum, varirnar bærðust. — Þegar hún loks leit
upp, var friður og auðmýkt yfir henni allri — friður og
þreyta i hverri hreyfingu, er hún lagði af stað frá vatninu í
áttina til tjaldanna. Þórmar gekk á eftir og horfði til jarðar,
líkt og hann hefði alls ekkert séð. Við allháan stall í brekk-
unni staðnæmdist hún, og hann hraðaði sér til hennar, komst
sjálfur upp á stallinn og rétti henni hönd sína til hjálpar.
Hún leit upp og framan í hann, en andlit hans var sem lokuð
hók. Hún andvarpaði innilega þakklát, um leið og hún steig
upp á stallinn. Svo héldu þau leiðar sinnar i aftankyrðinni.
Þórmar heyrði strjála smásteina velta ofan vatnsbrekkuna
skamt frá og óskaði að það yrði ekki meira — yrði ekki
skriða, því að Snælaug Heinberg nam staðar um leið og stein-
arnir hrundu og leit til baka. En síðasti steinninn valt — og
hyldjúp þögnin ríkti á ný við undravatnið. Ekkert heyrðist
nema fótatak manns og konu, er stefndu í náttstað.
Á hæðinni, sem lokaði sýn til Öskjuvatns frá tjöldunum,
nam stúlkan staðar og horfði lengi til baka. Svo hélt hún
áfram á ný, áleiðis til tjaldanna, stilt og prúð sem væri hún
sjálf dís háfjallakyrðarinnar og lækkandi sólar í vestrinu.
Þegar til tjaldanna kom staðnæmdist Snælaug Heinberg
þögul frammi fyrir fylgdarmanni sinum. Hann beið átekta
og horfði til jarðar. Þá leit hún upp og brosti, sætt og rauna-
lega. „Þakka þér fyrir alla nærgætnina", mælti hún, „þú
mátt sofa rólega, mín A'egna, í nótt. Ég hef vitjað grafar
unnusta míns — nú get ég ekkert meira. Góða nótt!“ —■ Og
hún gekk rólega að tjaldinu sínu og hvarf inn i það.