Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1939, Page 42

Eimreiðin - 01.01.1939, Page 42
28 VIÐ ÖSKJUVATN EIMREIÐIN ekki verða hans vör. Hann stóð tilbúinn að grípa hana, ef hún ætlaði að kasta sér i dulardjúpið. En hún gerði enga tilraun til þess — stóð aðeins og starði og strauk nú ekki lengur burtu túrin. Þau ultu alveg óhindrað ofan vangana og féllu á gljúpa vikurmolana, er drukku samstundis í sig þessi mensku tár, sölt og hlý. Þórmar leit ekki af stúlkunni og þorði naumast að draga andann. Nú beygði hún sig og dýfði liendinni ofan í vatnsborðið, en dró hana innan skamms að sér aftur. Svo horfði hún enn um stund eins og í leiðslu ofan í vatnið, ineð hneigðu höfði. Hún grét ekki lengur, heldur var likast því sem hún væri að biðjast fyrir, hendurnar lagðar að brjóstum, varirnar bærðust. — Þegar hún loks leit upp, var friður og auðmýkt yfir henni allri — friður og þreyta i hverri hreyfingu, er hún lagði af stað frá vatninu í áttina til tjaldanna. Þórmar gekk á eftir og horfði til jarðar, líkt og hann hefði alls ekkert séð. Við allháan stall í brekk- unni staðnæmdist hún, og hann hraðaði sér til hennar, komst sjálfur upp á stallinn og rétti henni hönd sína til hjálpar. Hún leit upp og framan í hann, en andlit hans var sem lokuð hók. Hún andvarpaði innilega þakklát, um leið og hún steig upp á stallinn. Svo héldu þau leiðar sinnar i aftankyrðinni. Þórmar heyrði strjála smásteina velta ofan vatnsbrekkuna skamt frá og óskaði að það yrði ekki meira — yrði ekki skriða, því að Snælaug Heinberg nam staðar um leið og stein- arnir hrundu og leit til baka. En síðasti steinninn valt — og hyldjúp þögnin ríkti á ný við undravatnið. Ekkert heyrðist nema fótatak manns og konu, er stefndu í náttstað. Á hæðinni, sem lokaði sýn til Öskjuvatns frá tjöldunum, nam stúlkan staðar og horfði lengi til baka. Svo hélt hún áfram á ný, áleiðis til tjaldanna, stilt og prúð sem væri hún sjálf dís háfjallakyrðarinnar og lækkandi sólar í vestrinu. Þegar til tjaldanna kom staðnæmdist Snælaug Heinberg þögul frammi fyrir fylgdarmanni sinum. Hann beið átekta og horfði til jarðar. Þá leit hún upp og brosti, sætt og rauna- lega. „Þakka þér fyrir alla nærgætnina", mælti hún, „þú mátt sofa rólega, mín A'egna, í nótt. Ég hef vitjað grafar unnusta míns — nú get ég ekkert meira. Góða nótt!“ —■ Og hún gekk rólega að tjaldinu sínu og hvarf inn i það.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.