Eimreiðin - 01.01.1939, Side 46
32
VIÐ OSKJUVATN
eimbeiðin
tignarlegra og friðsælla en mig gat órað fyrir. Það er eins
og að hann hafi gengið inn í undrahöll náttúrunnar sjálfrar
með dísum háfjallanna. Og nú er eins og sorg mín hafi líka
horfið frá mér á eftir honum — því að ég er svo óskiljan-
lega róleg nú. Og sátt við alt. —- Ég hafði fylt sál mína af
ægilegum myndum — skapað ógnum þrungið kyngiland, þar
sem alt var tröllaukið, blint — miskunnarlaust.
Og svo kem ég hingað — í alla þessa tárhreinu hásumar-
dýrð.
Guði sé lof, að ég fór!“
Hún þagnar — og þung, stök tár taka að velta ofan vang-
ana eins og kvöldinu áður niðri við vatnið; en nú haggast
enginn dráttur í þessu unga andliti, nú grætur hún þakkar-
tárum. Þórmar þorir ekki að líta upp, situr hneigðu höfði
og hlustar. En hann veit al' tárunum og heyrir þau falla í
skaut hennar. —- Blessuð litla, góða stúlkan, — svo hug-
prúð og væn.
„Ég þakka þér, Snælaug, trúnað þinn og traust“, mælti
hann stillilega. ,,Og nú ætla ég að segja þér dálítið af mér
í staðinn. Ég lifði æskuár min í Þýzkalandi. Svo kom stríðið,
og' ég þyrlaðist með, eins og fis — kom til baka hálfdauður
andlega. Fór heim til íslands og gerðist fylgdarmaður um
óbygðir — ég, sem vissi ekki lengur hvert halda skyldi, rat-
aði á hið rétta. Þetta harða og hreina Iand krafðist alls. Ég
varð að leggja fram alla krafta mína. Nú er ég heilbrigður
maður og finn, að ég get farið að njóta lífsins á ný. — Veiztu
hvenær ég fann í fyrsta sinni, að ég gæti það? — Það var
þegar þú straukst hendi um birkihrísluna i Vaglaskógi og
sagðir þessi orð: Dásamlegt! Nicht war? Það var eins og
þú liefðir slegið sprota á læstar djrr — og dyrnar lukust upp,
og' út kom ég sjálfur — endurborinn. — Undarleg eru ör-
lögin — að láta okkur mætast hér“.
Hún þegir — og með óljósum unaðargrun hefur hún upp
aftur í huga sér síðustu orð hans: ... að láta okkur mætast
hér. Þetta hvarflar aðeins fyrir, eins og allra fyrsti vorblær
og er horfið um leið á bak við annað. Hún fer að hugsa, ró-
lega og skýrt, eins og tærleiki lofts og lita settu sinn blæ á
starfsemi sálarinnar: Hermann. Það er bernskan og æskan