Eimreiðin - 01.01.1939, Síða 48
34
VIÐ ÓSKJUVATN
EIMHEIÐIN
Þegar hún lýkur upp auguin er komið fram yfir nón. Hún
iiggur fyrst grafkyr og reynir að átta sig. Hvenær sofnaði
hún? Jú, nú mundi hún það alt. Og hún lyftir upp hendinni,
sem hélt á steininum. Hann hefur fallið úr lófa hennar og
liggur ofan á brjóstinu, hún tekur hann upp, andvarpar og
lokar augunum á ný. Nú fyrst finnur hún og skilur hve ör-
þreytt hún hefur verið eftir alt í gær — og hana langar mest
til þess að mega sofa enn — ó, sofa, sofa! En hún vill það
ekki. Sólin skín, og þetta er síðasti einverudagurinn á öræf-
unum. Á morgun koma hestarnir, og þau leggja af stað ofan
í Suðurárbotna. Þar á að tjalda aðra nótt. Hún rís upp —-
varlega, svo að steinarnir falli ekki niður — safnar þeirn
öllum í silkildútinn, sem hún hefur haft um hálsinn, bindur
hornin saman og leggur böggulinn varlega frá sér í tjald-
hornið, breiðir kápuna yfir.
Svo fer hún á fætur.
Hún lítur á armbandsúrið sitt og sér að klukkan er hálf-
fjögur —- hún er búin að sofa í rúmlega tvær klukkustundir.
— Allan þann tíma hafði fylgdarmaður hennar vakað. Þegar
hún kom út úr tjaldinu stóð litla ferðaborðið þar í logninu.
með heitum nóndrykk, brúnuðu brauði og ávaxtamauki.
„Aladdin!" kallaði stúlkan upp, með stírurnar í augunum
og skelti saman lófunum, „þetta kallar maður nú fylgdar-
mann!“ Hann brosti og breiddi gamla ferðaábreiðu á hell-
urnar handa henni. — „Ég hef aldrei hugsað út í það fyr en
nú, hvar þú finnur vatn — því að ekki hefur þú flutt það
með neðan úr bygð“. „Ég fann snjógjá hérna rétt fyrir ofan,
undir eins fyrsta kvöldið. Það væri nú lélegur fylgdarmaður,
sem tjaldaði þar sem ekkert vatn er að fá — eða efni í
vatn“. Já, — snjórinn, hann er ekki langt frá, þó að sólin
skíni heitt. Hún hugsar um jarðlög við Öskjuvatn, sem Þór-
mar hafði sagt henni að væru mynduð úr snjó — eða öllu
heldur væru snjór — um alla brennheitu smáhverina þar
fast lijá — og skilur að það er ekkert skáldaskrum að kalla
ættjörð þeirra land ehls og ísa.
Það er blæjalogn, og sólin vermir ekki einungis, heldur
brennir. „Háfjallasól — við verðum orðin mosabrún þegar
til bygða kemur“, segir hún stolt. „Ég verð nú varla dekkri