Eimreiðin - 01.01.1939, Page 50
36
VIÐ ÖSKJUVATN
EIMREIÐIN'
hafði borið borðið inn í tjald sitt. Þar snæddu þau kvöld-
verðinn, vingjarnleg, en hljóð.
Ég átti ekki að koma henni til að hlæja, hugsaði Þórmar,
henni er það á móti skapi hér á þessum slóðum. En nú skal
ég gæta mín. Hún skal fá að hafa það, sem eftir er kvölds-
ins fyrir sig eina og æskuvininn.
Og hann reyndi að gera sig sem ósýnilegastan.
Snælaug gekk snemma til hvíldar. Um morguninn hafði
hún hugsað: Þennan eina öræfadag við tjöldin ætla ég að
eiga óslitinn frá morgni til kvölds og vaka lengi frameftir.
En hún hafði gengið að sofa um miðjan dag. Og enn var hún
þreytt. Hún bauð förunaut sínum hlýlega góða nótt og fór
yfir í sitt tjald, undir eins eftir kvöldverðinn. ,,Og ég þakka
þér hjartanlega fyrir alt í dag“, bætti hún við og leit til baka
í tjalddyrunum. Hún stakk sér þegar í hvílupokann sinn og
sofnaði næstum því undir eins. Förin kring um Öskjuvatn
hafði tæmt krafta hennar. En hún var heilbrigð stúlka, og
það var heilbrigð þreyta, sem lét hana sofa vært til morg-
uns þessa sumarnótt á öræfunum.
Þórmar lá lengi vakandi upp við samanvafinn hvílupok-
ann sinn og reykti. — Svefninn var langt i burtu. Það var
sem sál hans væri nývöknuð af löngum svefni og horfði yfh'
nýskapaðan heim í háfjallakyrðinni, og hjartað sló undir,
heitt og sterkt.
Öræfi Islands höfðu ekki einungis læknað hann af ofur-
þjáningu og lamandi lífsþreytu, — heldur geymt honum sína
fegurstu rós —• og gefið í stríðs- og starfalaun.