Eimreiðin - 01.01.1939, Síða 53
E>MREIÐIN
RIDDARAR MORGUNSINS
39
Hamingja okkar er hestsins trylti hraði,
strengleikar stormsins i eyrnm,
eldregn sindrandi sólar
á sandsins brennandi auðn.
Við, — riddarar morgunsins —
vaggandi i lausgyrtum lmökkum
á léttstigum hestum,
líðum sem logi yfir akur
í landauðn hins sóllivita dags.
í vímunnar viltu gleði
syngjum við söng út i storminn,
ljóðin um lífsins unað,
lífsins dýrðlega fögnuð.
4.
En samt sem áður:
Þegar sandrokið hvirflast yfir auðnina, beygjum við
áöfuðin luktum augum i flaksandi makka hestsins
°g dreymum
sóllendur fjarlægra geima,
sem enginn þekkir,
nema við,-------
úninætur hverfandi sumars, liálfrokkna veröld í
gidlbjarma hnigandi sólar. Og hún, sem við eitt
sinn vöfðum að hjarta,
híður enn undir blaðkrónum þjótandi trjánna
i skógi, sem enginn, enginn þekkir,
nema við.
^ indurinn hvíslar um vorið í laufþungum krónum,
heillandi, hvldjúp augu, sem skjóta leiftrum af lífi
i ómælismyrkrið,
hvíslandi, kossmjúkar varir
konu, sem enginn þekkir,
nema við.