Eimreiðin - 01.01.1939, Síða 56
42
TROTZIvY OG MÁLAFERLIN í MOSIvVA
EIMREIÐIN
ingaættum, og var faðir hans auðugur jarðeigandi. Trotzky
gekk mentaveginn, en varð á unga aldri að hætta við háskóla-
nám sökum þess, að kennarar hans höfðu hann grunaðan um
hyltingasinnaðan undirróður. Hann gekk þá í flokk rússneskra
jafnaðarmanna og' starfaði í leynifélagsskap þeirra, unz hann
var tekinn höndnm af lögreglu keisarans og sendur í þrælk-
unarvinnu til Síberíu. Þaðan slapp hann eftir miklar mann-
raunir og dvaldi síðan löngum i Vesturlöndum. Hann flæktist
víða, lifði mest á ritstörfum og blaðamensku og einlægt við
sult og seyru.
Hann var óvinsæll meðal rússneskra jafnaðarmanna og átti
lengi litlu pólitísku gengi að fagna. Bar margt til þess, en þó
einkum það, að þegar flokkur rússneskra jafnaðarmanna klofn-
aði 1903 milli menséviklca og bolsévikka, þá hafði Trotzky
reynzt beggja vin og báðum ótrúr.
Hann þótti líka mjög hégómagjarn og metorðagjarn og
manna stoltastur, ef því var að skifta. En hinsvegar hafði hann
til að bera frábæra málsnild og ritsnild og var snennna talinn
einn af ritfærustu mönnum meðal rússneskra landflótta-
manna.
Trozky fór á þeim áruin sínar eigin götur og gætti þess að
beygja sig aldrei fyrir öðrum áhrifamönnum innan rússnesku
verkalýðshreyfingarinnar. Hann var drotnunargjarn að eðlis-
fari og þráði að vera tilbeðinn af fólkinu, en vildi aldrei ger-
ast undirmaður annara. Hann var einrænn að eðlisfari og
ekki við alþýðuskap, og í því ólíkur Lenin. Enda eltu þeir oft
grátt silfur og áttu löngum i hörðum ritdeilum.
Hallaðist Trotzky mjög að mensévikkum, en gekk þó aldrei
í floklc þeirra. Hann gekk ekki í flokk bolsévikka fyr en 1917.
er það var orðið augljóst að þeir myndu sigra í Rússlandi í
baráttunni við liina borgaralegu lýðræðisstjórn Kerenskys, er
tekið hafði við völdum þegar keisaranum var hrundið úr stóli.
Trotzky varð fyrsti utanríkisráðherra rússnesku sovétstjórn-
arinnar og undirritaði friðarsamningana við Þjóðverja í Brest-
Litovsk.
En þegar borgarastyrjöldin rússneska hófst, varð hann her-
málaráðherra, og það varð hlutverk hans að stappa stáli í her-
menn rauða hersins og eggja þá í baráttunni við hina hvítu