Eimreiðin - 01.01.1939, Side 58
-14
TROTZKY OO MÁLAFERLIN í MOSKVA
EIM REIDIN
Stalin braut síðan ú bak aftur alla andstæðinga sína innan
Rússlands, knúði fram framkvæmd fimm ára áætlunarinnar,
og honum og félögum hans tókst að gera Rússland að öflngu
ríki fjárhagslega og atvinnulega og síðast en ekki sízt hernaðar-
lega. Rússland varð aftur stórveldi, sem aðrar þjóðir urðu að
taka tillit til. Hin mikla andúð, er allur þorri vestrænna manna
hafði haft á rússneska kommúnismanum, tók mjög að réna,
og víst er það, að Stalin og byltingarmönnum hans hefur tekist
að bæta ástandið í Rússlandi til mikilla rauna, og allur þorri
manna á þar við mun betri kjör að búa en nokkru sinni fyr.
En það er ekki þar með sagt, að allir Rússar séu ánægðir
með kjör sín, og mismúnurinn á tekjum manna og lífsviður-
væri er mikill í Rússlandi ekki síður en annarsstaðar.
Alt um ]iað var þó alt með kyrrum kjörum í landinu fram
að 1934. Stjórnin mætti engri andstöðu svo teljandi sé fvr en
Kiroff, einn af samverkamönnum Stalins, var myrtur. En rann-
sóknin út af þvi máli þótti sanna, að Kiroff hefði verið myrtur
af einum af fylgismönnum Sinovéffs, er áður fyr hafði verið
bandamaður Trotzkys. Þeir Sinovéff og félagar hans voru
dæmdir í margra ára þrælkun, og sumir af þeim, sem uppvísir
voru taldir að beinni þátttöku í morðinu, voru teknir af lífi.
Trotzky, sem fyrstu útlegðarár sín hafði dvalið i Tyrklandi,
síðan í Frakklandi, og nú hafði fengið landvistarleyfi í Noregi,
mótmælti þessum dómum; hann taldi að persónuleg hefnd
myndi vera orsök morðsins, en að Stalin hefði notað tæki-
færið til að gera upp við forna andstæðinga. Þeir Sinovéff og
Kamenéff, helzti vinur hans, höfðu úður verið mjög valda-
miklir menn, en Stalin hafði hrakið þá úr stöðum þeirra og
gert þá svo áhrifalausa, að þeirra hafði ekki verið að neinu
getið um margra ára skeið.
Sinovéff hafði áður verið forseti 3. Internationale (alþjóða-
sambands kommúnista). Hann hafði litla frægð getið sér sem
forsprakki þess, og meðal annars höfðu Stalin og fleiri kent
honum um ósigur þýzku kommúnistanna i óeirðunum ú Þýzka-
landi 1923. En Sinovéff hafði aftur á móti skelt skuldinni á
Brandler, aðalforingja þýzka kommúnistaflokksins, og látið
kúga af honum öll völd og neytt hann til að flytja til Moskva.
Var þáttur Sinovéffs og fylgismanna hans í þessum málum oft