Eimreiðin - 01.01.1939, Síða 66
52
Á AÐALSTÖÐVUM BREZKA ÚTVARPSINS
EIMREIÐXN
má vera lengri en finim ár. Sjálft ræður B. B. C. alla starfs-
menn sína.
Brezka þingið og ríkisstjórnin hefur áskilið sér rétt til að
geta haft yfirumsjón með útvarpsstarfseminni, en B. B. C.
hefur mjög' víðtæka frjálsa stjórn allra sinna mála skv.
grundvallarlögum sínum og enn frjálsari hendur í fram-
kvæmdinni. Það ræður sjálft allri daglegri stjórn litvarps-
starfseminnar, og hefur ríkisstjórnin engin afskifti af henni,
undir venjulegum kringumstæðum.
B. B. C. hefur ekkert hlutafé. Allur kostnaður við stofnun
þess og rekstur er greiddur af tillögum og tekjum af starfsem-
inni, sem ern aðallega tvennslconar: Afnotagjöld hlustenda og
tekjur af sölu tímarita og blaða stofnunarinnar. Hver við-
tækiseigandi í Bretlandi (að undanskilduin skráðum blind-
um mönnum) greiðir 10 shillinga (eða kr. 11,08) á ári í af-
notagjald, og eru þessi afnotagjökl innheimt á pósthúsununi.
Af hverjum 10 sh., sem þannig innheimtast, fá pósthúsin
álcveðinn hundraðshluta fyrir innheimtuna, sem hefur verið
9%, en þessu er hægt að breyta með tveggja ára millibili.
Af upphæð þeirri, sem eftir er þegar innheimtulaunin eru
greidd, ganga 75% beint til B. B. C. Stofnunin getur einnig,
ef þörf gerist, l'engið viðbótarfjárveitingu af þeim 25% nettó-
teknanna, sem ríkissjóður varðveitir. Þannig fær B. B. C.
fjárhagsárið 1938—’39 90% (sem er áætlað £ 3 640 000) af
öllum tekjum stofnunarinnar, þegar innheimtukostnaður er
frá dreginn. Hlutföllin eru yl'irstandandi fjárhagsár m. ö. o.
þannig, að pósthúsin fá um 10% d. af hverjum 10 sh. (af-
notagjaldinu), B. B. C. um 8 sh. 2% d. og ríkissjóður um 11
d. Að frádregnum tekjuskatti til ríkisins verða það því um 7
sh. 9 d., sem B. B. C. fær af hverjum 10 sh. til að standa
straum af öllum kostnaði.
Tekjur þær, sem B. B. C. hefur af útgáfu blaða sinna og
tímarita, renna óskiftar til stofnunarinnar. „Radio Times“,
„World Radio“, „The Listener“ og' „B. B. C. Empire Broad-
casting“ eru helztu ritin. Tekjurnar af þessari útgáfustarf-
semi B. B. C. hafa undanfarið numið árlega um £ 400 000—
£ 500 000, en ekki má B. B. C. afla sér tekna með því að út-
varpa auglýsingum, enda eru hlustendur lausir við þær.