Eimreiðin - 01.01.1939, Síða 70
56
Á AÐALSTÖÐVUM BREZKA ÚTVARPSINS
EIMHEIÐIN
Brezka útvarpinu berast yfir 200 000 bréf árlega frá hlust-
endum, bæði heima og erlendis, um allslconar efni, gagnrýni,
lofsamleg ummæli, tillögur ýmsar, fyrirspurnir o. s. frv., og
eru langflest bréfanna þakkarávörp frá hlustendum fyrir út-
varpsefni. Starfsmenn brezka útvarpsins eru yfir 3700 talsins.
Árið 1937 voru tekjur brezka útvarpsins 3 356 074 sterlings-
pund, en útgjöldin 3 205 779 sterlingspund, þar af fyrir út-
varpsefni og kostnað við það £ 1 728 615.
Loks er það einn liður í starfsemi brezka útvarpsins, sein
ég vildi minnast sérstakleg'a á, en það er sjónvarpið.
B. B. C. heldur uppi sjónvarpi frá sjónvarpsstöð sinni í Alex-
andra-höll í Norður-London. Sjónvarpað er daglega a. m. k.
uin einn klukkutíma í hvert sinn. Enn er Alexandra-stöðin
eina sjónvarpstöðin í Bretlandi, en nú er verið að reisa fleiri.
Sjónvarpsmóttökutæki kosta frá ca. 40 til 120 £ (ca. kr. 890,00
— kr. 2 600,00) sem stendur í Bretlandi, en eftir því sem
sjónvarpsnotendum fjölgar, er gert ráð fyrir að verðið á tækj-
unum lækki.
Áður en ég kvaddi leiðsögumann minn um hinar mörgu
hæðir í húsi aðalstöðva Brezka útvarpsins, útvegaði hann
mér aðgöngumiða að sjónvarpssalnum, þar sem sjónvarp frá
Alexandrahöllinni er sýnt daglega ýmsum starfsmönnum út-
varpsins, gestum þess og fleirum. Sjónvarpið stóð yfir í rúman
klukkutíma. Voru tvö móttökutæki í salnum og' allmargt á-
horfenda. Sjónvarpstækin sjálf eru ekki ósvipuð venjulegum
útvarpstækjum, en stærri, og framan á kassa tækisins er af-
markaður flötur þar sem fram kemur, líkt og kvikmynd á
tjaldi, efni það sem sjónvarpað er. Myrkur var í salnum, með-
an sýnt var. Að þessu sinni var sjónvarpað hebreskum döns-
um, ásamt söng og hljóðfæraslætti dansendanna, ýmsum at-
burðum o. fl. Alt var þetta mjög skýrt og greinilegt og eins
og maður væri á sjálfum staðnum, þar sem atburðirnir gerðust.
Þó brá fyrir stöku sinnum truflunum í myndinni, þannig að
hún leystist upp í línur og varð sjálf öll á iði, en þetta var að-
eins í svip. Sjónvarpið á vafalaust mikla fraintíð fyrir sér og
á eftir að taka miklum framförum. Það eru aðallega tvö fé-
lög í London, sem vinna að endurbótum á því og hafa séð
um allar vélar og útbúnað við brezka sjónvarpið. Það eru