Eimreiðin - 01.01.1939, Side 74
EIMREIÐIK
Leyndarmálið.
Smásaga eftir Olaf Jóli. Sigurðsson.
I.
Hverjum skyldi hafa dottið í hug, að Láki gamli á Blómst-
urvöllum hyggi yfir leyndarmáli? Hérna í þorpinu var það
brot á æfagömlum siðvenjum að láta ekki náungann vita alt
um hagi rnanns — auðvitað gegn því, að maður fengi að
vita alt um hagi náungans. Það var vægast sagt ókurteisi að
Inia yfir einhverju, sem enginn vissi um.
Og þarna stóð hann svo ósköp sakleysislegur í blessuðu
góðviðrinu og virtist framúrskarandi einlægur og löghlýðinn,
hvar sein á hann var litið. Hann tugði rulluna sína og horfði
píreygður yfir spegilskygðan hafflötinn, sein glampaði og glóði
í rauðleitu septembersólskininu; það var friður og ró yfir öllu,
sunnudagurinn óvenju liljóðlátur, messan stóð yfir.
Þó var ekki laust við að samvizkan léti eitthvað á sér hæra-
Hversvegna fórstu ekki til kirkju? spurði hún.
Láki gamli velti vöngum og endurtók spurninguna. Hvers-
vegna fór ég ekki til kirkju, tautaði hann. Ja, þetta var nú í
fyrsta skifti í mörg herrans ár, sem hann lét sig vanta í kór-
bekkinn. — En það var leyndarmálið, þetta bannsetta leynd-
armál, sem hvíldi eins og mara á sál hans. Af hverju þurfti
forsjónin að færa honum upp í hendurnar . . . ? Ekki var það
hans vilji. Hann hafði verið ákveðinn í að standa fast við
allar sínar slculdbindingar, enda vissi hann, hvað það þýddi,
ef hann braut þær.
Ósjálfrátt varð honum litið vestur á Granda, þar stóð maður
á hlaðinu, ekki bar á öðru. Kannske Gísli hafi ekki heldur
farið til kirkju. Kannslce maður ætti að labha til Gjsla.
Hann brosti í kampinn, stakk höndunum í buxnavasana og
framkvæmdi strax þessa ákvörðun. Han fór sér að engu óðs-
lega, lötraði hara í hægðum sínum, svo jiað hefði þurft
meira en litinn mannþekkjara til að sjá, að hann var í áríð-
andi erindagerðum. Gilli skilur þetta, hugsaði hann. Giili eI'
þögull eins og gröfin.