Eimreiðin - 01.01.1939, Side 84
70
SVAIl VIÐ „ENN UM BÉRKLAVARNIR“
eimreiðiN
orsaka, er svo mikil heimska, að því verður ekki með orðuiu
lýst, sýnir aðeins hve S. J. er auðtrúa í aðra röndina, þó sauð-
þrár sé í hina.1) En alstaðar er sama grunnsyndið svo aldrei
sér nálsporslengd niður fyrir yfirborðið. Það er til enskur
málsháttur, sem segir að lítill lærdómur sé hættulegur; mikiH
lærdómur með litlu viti er lítið betri.
S. J. segir að ég samsinni með þögninni þá staðhæfingu sína,
að gerlaeyðing mjólkur sé mjög lítils virði til að eyða berkla-
sýki. Ég játa að ég svaraði ekki þessu beinlínis, þó ég núntist
á að íslenzkir læknar áttuðu sig ekki á þessu atriði, vegna
þess að nautgripir á íslandi væru berklafríir. En það er alt
öðru máli að gegna í þeim lönduin, þar sem nautaberklar
eru algengir, eins og fram á síðustu ár hefur átt sér stað í
Vesturheimi. Hvernig þeir menn, sem gefa sig algerlega við
berklavörnum og herklalækningum líta á þetta mál, sýnir
eftirfarandi útdráttur úr grein, sem ég áður hef vitnað til og
birtist í læknablaðinu Journal-Lancet, 15. júlí 1932, bls. 455-
Höfundurinn er ritstjóri tímaritsins, dr. J. A. Mvers, prófessoi'
við læknadeild Minnesota-háskólans og einhver bezt þekti
berklasérfræðing'ur i Bandaríkjunum, forseti American Aca-
dcmij of Tuberculosis Plujsicians fyrir árið sem leið. Kafli úr
þeirri ritgerð er svohljóðandi:
„Vita-ljós (A Reacon Liglit). Viðurkenning sú, er Norðuv-
Dakota hefur fengið hjá húsdýradeild Bandaríkjastjórnarinn-
ar, er stórvægilegt spor í áttina til betri heilbrigði íbúa þess
ríkis. Aðeins sex ríki hafa áður fengið slíka viðurlcenningu .. •
(og) hún fæst ekki fyr en berklum er svo útrýmt úr naut-
gripum ríkisins, að ekki finnast fleiri en einn af tveim hundr-
uðum ineð lifandi berklagerlum (positive tuberculin reactors)■
Þegar dýralæknarnir byrjuðu þetta starf sitt, mættu þeir
1) Vottorö um ágœti geitnamjólkur berast mér altaf öðru hvoru, og
fer þó margt fyrir ofan og neðan garð. íslenzkir menn og konur, sem rit-
gerðir mínar hafa lesið, fara eftir ráðleggingum minum og annaðhvort
drekka geitnamjólk sjálf eða fá hana lianda hörnum sinum, segja mér svo
frá þvi, ef tækifæri gefast. En ætíð er það sama sagan, þeim eða börnun-
um hefur orðið gott af mjólkinui. Dóttir min, sem lieima á í Toronto,
drekkur geitnamjóllc stöðugt, þó liún verði að borga fyrir hana margfalt
verð.