Eimreiðin - 01.01.1939, Side 86
72
SVAIt VIÐ „ENN UM BERKLAVARNIIU
EIMREIÐIN’
kallað þau vísindafélög, þegar meiri liluti meðlima eru leik*
menn.
Um það hvernig ég hafi náð að verða meðlimur þeirra félaga,
er ég heyri til, má S. J. hafa hvaða skoðun sem honum sýnist-
Hans álit og þeirra, er honum kunna að fylgja að málum, er
mér svo gersamlega sama um, að við það verður engu bætt.
Á annað eins eyði ég hvorki blekdropa né bréfsnepli.
Ég hef haldið því fram í þessum ritgerðum mínum, að hús-
læknirinn væri sá maður, er mest og hezt gæti framkvæmt
það að útrýma berklasýkinni, og telur S. J. það tóma vitleysu,
eins og við mátti búast af honum. En á fundi, er haldinn var
6. okt. síðastl., keinur dr. C. H. Holmes, forseti hins nýstofn-
aða sérfræðingafélags Americcin College of Chest Plujsicians,
með sömu skoðun. Hann segir þar í ræðu sinni:
„Vér erum nú alt í einu (acutehj) að komast að þeirri nið-
urstöðu, að aðalmaðurinn (keij man), sá er alt snýst um
(pivotal point) i allri baráttunni gegn berklasýkinni, sé hús-
læknirinn. Það er af honum og fyrir hann að félagsskapur
vor samanstendur og væntir að blómgast og blessast í fram-
tíðinni.“ (Diseases of the Cliest, nóv. 1938, bls. 27).
En hverjir eru þessir menn eða ég, vesalingurinn, að vera
bornir saman við Dalvíkur-lækninn?
Þá verð ég að minnast á „króa“-greyið, fyrst S. J. gerir það
með svo kristilegri umhyggju, — þó auðvitað hafi ,,króinn“
reynst til einskis nýtur. — það eru tvær mjög góðar ástæður
fyrir því, að „hann“ reyndist S. J. svo illa. Sú fyrri er það, að
dálítill vandi er að tilbúa klórblöndu, en ef læknirinn er ekki
vandvirkari við meðalatilbúning en á ritvellinum, er engin
furða þó meðulin yrðu til lítils, líklega viðlíka sterk og flauta-
potturinn úr einni matskeið af undanrenningu, sem hann
þóttist geta þeytt. Hin er sú, að hann, eins og fjöldi annara
iækna, mun taka til nýrra úrræða og meðala þá fyrst, er alt
er komið í ótíma og eklcert getur orðið til bjargar; og lcennir
svo meðalinu eða aðferðinni um, ef sjúklingurinn dejT. Þetta
er svo algengt, að það eru aðeins þeir vitrustu og víðsýnustu,
er öðruvísi fara að.1) Vegna þessa er það, að ný meðul og
1) EkUi getur S. J. þess, að liann hafi notað Mixtura Halldorsoni sem