Eimreiðin - 01.01.1939, Page 88
74
SVAR VIÐ „ENN UM BERKLAVARNIR'
EIMHRIÐIN'
að komast, reynir hann að aftra því að aðrir bæti upp hans
eigið getuleysi til að verða almenningi að gagni.1)
Verði honum af sem hann hefur til unnið. En það vil ég
ráðleggja honum, að þegar hann næst kveikir á Dalvíkur-týr-
unni sinni, til að iýsa upp hinn andlega heim íslands, fái
hann lánaða Saltvíkurtýruna til að setja við hlið hennar, svo
glætan verði ögn meiri út frá ljósinu.
Lokasvár frá S. J.
Eins og lesendur geta séð, er Jiessi nýja ritsmíð M. B. H. raeð sama
marki brend og hinar fyrri. Get ég þvi að mestu látið nægja að vísa
til fyrri greina minna um þessi mál; einhverntíma verður þetta lika
enda að taka. Ég skal aðeins minnast á örfá atriði, sem sérstalct til-
efni er til, en láta a. ö. 1. allan þorrann af fulljoðiiigum lians eiga sig.
1. M. B. H. segir, að ég liafi „elcki afsannað sögulega sannleikann um
hið mikla úrval, er átti sér á íslandi stað“ um aldamótin 1800. Furða
var! Allir, sem liafa lesið Eimreiðargreinar mínar, vita, að ég hef þar
frá þvi fyrsta lialdið þvi fram, að slíkt úi-\'al hafi átt sér stað alla tíð,
meðan harnadauði var hér i algleymingi, og þá auðvitað líka 1 alda-
mótaharðindunum, svo að það stóð ekki til, að ég færi að reyna að af-
sanna það. Annars skal á það hent, að ef þetta „úrval“ hefði aðeins
átt sér stað í aldamótaliarðindunum, þ. e. verið hungurdauðaúrval fyrst
og fremst, þá er fylsta ástæða til að ætla, að það hefði orðið til að
magna berklaveikina, en ekki til að draga úr henni. í þá átt bendir
a. m. k. reynsla Þýzkalands á siðari stríðsái-unum og næstu árin þar á
eftir. Að ekki varð sama niðurstaðan liér í og eftir aldamótahungrið,
til þess kem ég ekki auga á neina sennilega ástæðu aðra en það stöð-
1) Nútíma herklavarnaaðferðin er sú, þegar hezt gegnir, að tuberculin-
prófa þann, seln grunaður er um að liafa berkla, og ef prófið er jákvætt,
þá að taka X-geisIa mynd af lungum lians, og ef hún sýnir ekkert, er
ekkert gert.
Það er tvent að þessari aðferð:
1. Hún sýnir ekki liættu sjúklingsins. Sýnir ekki hvort liann er að
sökkva í tæringar-díkið (en flestir korna svo nærri því, að þeir vökva
tærnar) eða er að feta sig hurtu frá því.
2. Ekkert er gert meðan aðgerðin er liægust og vissust. En margir koma
aftur eftir nokltra mánuði, með tæringu byrjaða i öðru eða báðum lung-
um. Einmitt í þessum tilfellum er það, að min aðferð er svo óhrigðul
að ekki skeikar.
J