Eimreiðin - 01.01.1939, Síða 90
7(5
LOKASVAR FRÁ S. J.
IiIMI)EIÐINr
slátrara í heimi? Eða, ef ekki l>œtti fært að lialda ]>ví fram, hve marga
hefur hann l>á rannsakað, og live marga Jtarf að rannsaka til þess að
geta leyft sér að fullyrða annað eins og ]>etta? Og hvernig vita l>eir
Blier og M. B. H., að slátrarqr borði hlutfallslega meira kjöt en aðrir?
Hermi M. B. H. þetta rétt eftir l>essum franska lækni, þá sýnir það
engan annan „visindalegan sannleik" en þann, „að fleiri eru breyzkir
en Ingimundur“, og fleiri geta látið út úr sér órökstuddar fullyrðingar
cn M. B. H. Vel mætti þetta og þvi um líkt verða lesendum áminning
um að gleypa ekki hugsunarlaust við hverju sem er, bara af þvi, að
það er liaft eftir einhverjum iælcni, því að bæði er stundum skakt haft
eftir, og svo hættir sumum læknum við þvi, engu siður en öðrum,
að fullyrða ýmislegt, sem þeir vita ekki að neinu gagni. — Ég get annars
ekki stilt mig um að benda á um leið, að þessi lcjötáts-vörn gegn krb.
fer algerlega i bága við kenningar M. B. H. um „efnafræði krabbans“.
Hann heldur þvi fram, hæði nú og áður, að líkamir manna þurfi að vera
„sýrðir“ til þess að þeir fái krb. Nú er það löngu vitað, að engin fæða
sýrir líkamsvökvana meira en ltjöt, og því er það einróma álit lækna,
að þegar nauðsyn her til að forðast sem mest sýringu likamsvökva,
beri fyrst og frcmst að forðast kjöt.
5. Út af krabba-„statistik“ M. B. H. skal vísað til þess, sem ég hef
áður sagt um kenninguna um fjölgun krabhameina á síðari árum.
hað getur verið, að fjölgunin sé að einhverju leyti raunveruleg, en
það er ósannað að liún stafi af öðru en þvi, aS fleiri komast nú á
krabbameinsaldur en áður, aS tæki eru betri til rannsókna og að fleiri
lík eru krufin.
6. Um holdsveikina og sauðamjólkurinnar holdsveikivaniarkraft í
samræmi við kenningu M. B. H. um berklavarnarkraft liennar, af því
að „þessar skepnur" fá hvorugar sjúkdóminn, nægir að visa til þess,
scm ég hef áður um þetta sagt (Eimr. XLIV., hls. 69 og bls. 407—408).
En til viðbótar get ég ekki stilt mig um að benda á þessi orð M. B. H.
i greiuinni hér á undan: „Þvi að stagast á holdsveikinni? Því ekki þá
líka á barnaveiki, taugaveiki, skarlatssótt? Ekkert af þessum sóttum fær
sauðkindin frekar en lioldsveikina. Þvi ætti þá eltki lika sauðamjólk að
vera vörn gegn þeim?“
Já, því ekki það? Náttúrlega œtti liún að vera það, svo framarlega
sem það væri rétt lijá M. B. H., að sauðamjólkin sé vörn við bv. af því
að sauðir fái ekki bv. Ég held bara að hann ætti að reyna að verja fólk
fyrir þessum sjúkdómum með sauðamjólk, geitnamjólk eða meramjólk.
Þá væri hann sjálfum sér samkvæmur i ]>essu atriði.
Fleira nenni ég eltki að eltast við af liinni nýju grein M. B. H.; er
þó enn af nógu að taka, og fæst talið af því, sem þar þvrfti leiðrétt-
ingar við, og vari skal M. B. H. tekinn fj’rir því að ætla, að þögn mín
um þau atriði í grein hans, er hér hefur ekki verið gerð skil, þýði sam-
þykki við nokkru þeirra. Sigurjón Jónsson.
Ritdeilu þessari er nú lokið liér i Eimr. Ritstj.