Eimreiðin - 01.01.1939, Qupperneq 108
9-1
HÖRPULEIKURINN ÚR LEIÐINU
EIMREIÐIlí
og þakkaði fyrir notalegt kvöld. En Wattholm gamli hafði
nú náð sér og gaf piltungnum dálitla ráðningu áður en hann
slyppi:
— Þú ert dálítið kotroskinn, kennaratetur, sagði hann, en
það er margt til, sein þú hefur enn ekki þroska til að skilja.
Lydia lét þetta afskiftalaust, þó að það væri niðrandi fyrir
manninn. Hún hugsaði um það, að hún hefði undanfarið verið
að hugsa um að segja stimamjúka, fallega, unga kennaranum
þessa sögu sjálf, söguna, sem var svo dapurleg', en þó fögur,
sem stóð henni svo nærri, og meðan hún var að starfi sínu
í eldhúsi eða kjallara, hafði henni fundist að einmitt þessi
saga mundi flytja þau nær hvort öðru.
En kennarinn hafði þá látið sér alveg á sama standa um
gröfina!
Nú virtist hann alt í einu vera svo fjarlægur henni, eins og
hann væri hinumegin á hnettinum. Hann bauð góða nótt og
fór, og það kvöldið lá Lydia lengi vakandi.
Daginn eftir sá hún hann ekki, en undir vikulokin var
eldiviðarkassinn orðinn tómur, þá herti hún upp hugann og
kallaði í kennarann, eins og hún hafði áður gert.
—- Þetta datt mér í hug, sagði hann.
—■ Hvað þá? Hvað datt honum í hug?
— Að eldiviðinn þryti.
Og það varð ekki séð á honum, að nokkuð hefði komið
fyrir.
Svo kom sunnudagur á ný, og hví skyldi ekki mega bjóða
þessum geðþekka manni kaffi og kökur aftur? Hann tók því
með þökkum, kom inn, drakk kaffið og tæmdi kökudiskinn;
afi gamli kom með sínar furðulegu sögur, og að lokum, við
siðasta toddýglasið, sagði hann söguna af systrunum tveimur.
Gamli maðurinn var farinn að verða dálítið minnissljór og
mundi ekki eftir því, að hann hefði sagt þessa sögu áður.
Og í þetta skifti var kennarinn svo hygginn að sitja hljóður,
kinka kolli og láta svo sem sér þætti mikið til hennar koma.
Svo mikið hafði hann lært fyrra skiftið.
Lydia sat niðurlút og virtist helzt ekki þora að draga and-
ann. Á þennan hátt gekk alt vel.