Eimreiðin - 01.01.1939, Page 110
•96
HÖRPULEIKURINN ÚR LEIÐINU
eimreiðin'
—• Húh trúir víst ekki sögunni um hörpuleikinn heldur.
Það er að segja ekki lengur.
—• Ég veit ekkert, hverju hún trúir. Við töluðum ekki uffl
svo alvarleg mál.
—• Það getur varla orðið mikið úr matsölu, sagði Lydia,
til þess að Ijúka samtalinu og leit jafnframt undan. Því að
það yrði aðeins til þess að vekja umtal í bænum.
Það hafði kennarinn ekki hugsað út í. Hann þagði, og hon-
um fór að verða órótt af því, að hann hefði ennþá komið
klaufalega frám. Eitthvað dularfult stafaði frá Lydiu, er
benti honum á, að svo liefði til tekist, og hann var í öngum
sínum.
—• Það er langt síðan að ég hef haft þá ánægju að aðstoða
yður eitthvað, fröken Lydia, mælti hann, til þess að reyna
að koma öllu á réttan kjöl aftur.
— Var það yður ánægja?
— Mjög mikil, svaraði hann.
Vegna þessara orða var Lydia miklu rórri um kvöldið,
og daginn eftir barði hún á dyr hjá kennaranum.
—- Ég hef fært þetta í tal við afa, og þér getið fengið fæði
hjá okkur. Allan mat. Úr því að matreitt er handa tveimur,
er alveg eins hægt að matreiða handa þremur.
Nú var umtal í bænum ekki nefnt á nafn.
Svo liðu ein eða tvær vikur. Kennarinn var altaf kominá
á réttri mínútu til máltíðanna og borgaði fyrir sig einu sinih
í viku. Hann tók hraustlega til matarins, en Lydiu var sér-
stök ánægja að því; nízk var hún ekki, og svo benti þetta til
þess, að honum félli maturinn, og það fanst henni til uin-
Og eitt kvöldið skrapp lnin til fröken Áland. •
— Nú er kennarinn kominn í fæði til okkar, sagði hún við
vinkonu sína, trúnaðarvin og kjörsystur.
— Hann er einstaklega myndarlegur maður, svaraði syst'
irin. Kátur og viðfeldinn, og hvað hann er fallegur. Ég eT
ulveg stórhrifin af honum. En þú?
— Jú, hvað heldurðu?
— Situr hann inni hjá ykkur á kvöldin?
-— Stundum.
—• En hann hefur mikið að gera, segir hann.