Eimreiðin - 01.01.1939, Page 120
106
TVÖ ÍÞRÓTTAA.FMÆLI
EIMBEIÐIN
Reykjavikurmeistarar K. R. 1937. Á myndinni eru einnig þjálfari félagsins,
Guðmundur Ólafsson, og núverandi formaður félagsins, Erlendur Pétursson.
Haldið uppi heiðri íslenzku glímunnar, sem félag ykkar er
kent við. Látið henni aldrei hraka, heldur skipi hún jafn-
an öndvegið sem hin þjóðlegasta, fegursta og drengilegasta
meðal þeirra íþrótta, sem iðkaðar verða á íslandi um ókomn-
ar aldir.
Þó að knattspyrna hafi verið iðkuð víða um heim að minsta
kosti siðan á dögum Rómverja hinna fornu og oft sé þess
getið i fornsögum vorum, að íslendingar á söguöld hafi iðkað
knattleika, þá er ekki nema tiltölulega stutt síðan tekið var
að iðka þá knattspyrnu hér á landi, sem nú er tíðkuð og
hingað harst frá Englandi og Skotlandi skömmu fyrir síðustu
aldamót. Knattspyrnufélag Reykjavíkur (K. R.) var stofnað
i marz 1899 af nokkrum ungum mönnum í höfuðstaðnum,
sem höfðu fengið áhuga fyrir þessari fögru íþrótt. Var það
skozkur prentari, J. Ferguson að nafni, sem fyrstur kendi
hér knattspyrnu, en félagarnir í K. R. þreyttu fyrstu árin
kappleika sína við sjómenn af svo að segja öllum þeirn her-
skipum og flutningaskipum, sem hingað komu á þeirn árum,