Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 22
EIMHEIÐIN
Hagkerfi og stjórnskipulag.
Eftir Olaf Björnsson, hagfrœðing.
Enda þótt framkvæmd lýðræðis-
hugsjónarinnar, sem veitt hefur
hverjum einstaklingi rétt til þátt-
töku í stjórnmálum, hafi orðið til
þess að glæða stjórnmálaáhuga al-
mennings, er miklum vafa bundið,
hvort hiin hefur að sama skapi
megnað að glæða hlutlæga þekk-
ingu á þjóðfélagsmálum. Menn skipa
sér að vísu í andstæða stjórnmála-
flokka, sem heyja harðsnúna baráttu
um völdin í þjóðfélaginu, en baráttan
hefur jafnan snúizt meira um dægur-
mál, jafnvel persónuleg hagsmunamál leiðandi forustumanna,
en gagnstæðar hugsjónir og stefnumál. Að vísu hafa stjórn-
málaflokkarnir sínar stefnuskrár, þar sem skilgreindar eru
þær hugsjónir, er flokkurinn telur sig berjast fyrir, en bæði
er það, að stefnuskrárnar eru oft svo óljóst og almennt orðaðar,
að erfitt er að verða nokkru nær um almenna afstöðu flokks-
ins til þjóðfélagsmála, og í öðru lagi verður það gjarnan svo,
þegar út í hina raunverulegu stjórnmálabaráttu er komið, að
stefnuskráin og grundvallarskoðanirnar hverfa í skuggann
fyrir hitamálum dagsins. Og það er engan veginn víst, að það
verði þá alltaf hin yfirlýsta stefnuskrá, sem ákveður afstöðu
flokkanna til dægurmálanna, sízt af öllu, ef hún skyldi koma í
hág við augnablikshagsmuni ráðandi stétta eða einstaklinga í
flokknum. Aðalatriði stjórnmálabaráttunnar verða áróður og
áróðurstækni, en ekki rökræður um mismunandi skoðanir á
þjóðfélagsmálum. Á vettvangi stjórnmálanna er skírskotað til
tilfinninga kjósendanna, en ekki skynsemi þeirra.
En þrátt fyrir þetta hefur þó almenningur myndað sér nokkr-
ar skoðanir um þann stefnuskrármun, senr liggur til grund-
Ólafur Björnsson.