Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 75
eimreiðin „ÉG VEIT EINN ÍSLENZKAN SKOPLEIKARA!“
við sitt hæfi, en nú gæti verið
undirrót ístöðuleysis hins
fjöllynda listamanns, sem
leitaði fyrir sér í Reykjavík,
Kaupmannahöfn, Chicago,
Winnipeg og Hollywood án
þess að festa rætur nokkurs
staðar. Þótt óþreyjan eftir
Verulegum verkefnum hafi
vafalaust knúið Bjarna spor-
um i leitinni að tækifærunum,
þá var hann engan veginn í-
stöðulaust rekald á djúpmiðum
listarinnar. Hann hefur þvert
á móti verið fundvis á tæki-
færin og þrælað eins og húð-
arjálkur í hvert eitt sinn. En
sköpuni má enginn renna, og
þau ósköp hafa elt Bjarna, að
tækifærin skruppu úr hendi
hans, þegar hann nálgaðist
markið. Svo var það, er hann
réðst sem kvikmyndaleikari
til „Nordisk Film“ í Kaup-
mannahöfn 1914. Reykviking-
ar sáu hann nokkrum sinn-
Um á hvíta léreftinu það ár.
kað var öll ástæða til að ætla,
að hann væri að komast á
hina grænu grein, þegar
iieimsstyrjöldin skall á og fé-
iagið fór á hausinn, af því að
Rjarni Björnsson i hlutverki sendi-
herrans frá Montenegro í kvikmynd-
inni „The Wedding March“, gerðri
af Eric von Stroheim árið 1925.
uiarkaður þess i Þýzkalandi lokaðist. Þá fór Bjarni heim og hélt
skemmtanir sínar um allt land sem fyrr. í þann mund fóru
miklar sögur af kvikmyndaframleiðslunni í Bandarikjunum,
°g þangað streymdu leikarar hvaðanæva, ekki sízt frá Norður-
löndum, þar sem kvikmyndagerðin var i fjárhagslegu öngþveiti.
Bjarni slóst i hópinn og komst að hjá „Essany -félaginu í