Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 26
12
HAGKERFI OG STJÓRNSKIPULAG
EIMREIÐIN
Þegar nazisminn og fasisminn koma fram á sjónarsviðið,
verður slíkt til að rugla reikningunum nokkuð, þvi að jafn-
framt því, sem þessir flokkar bera fram skoðanir í hagskipu-
lagsmálum, sem mjög voru skyldar skoðunum sósíalista, lýstu
þeir sig opinbera andstæðinga allra lýðræðishugmynda. Fyrst
í stað mun þó hafa verið einna almennast að telja þessa nýju
flokka eins konar brjóstvörn gömlu borgaralegu íhaldsflokk-
anna, enda áttu þeir víða mikilli hylli að fagna í þeim her-
búðum. Þó má þess geta, að þegar fyrir 1930 komu fram raddir,
sem bentu á skyldleika nazismans og sósíalismans, að því er
fyrirkomulag fjárhagsmála snertir, og spáðu nánari samvinnu
á milli þessara stefna, en enginn gaf þeim þá gaum. Eftir að
þýzk-rússneska samvinnan hófst, fóru menn þó að gefa þess-
um spádómum gauni á nýjan leik, en sérstaka athygli hafa í
hinum enskumælandi heimi vakið ýmis skrif austurríkska pró-
fessorsins v. Hayek, sérstaklega bæklingur, er hann nefndi
„Freedom and Economic System“ (Frelsi og hagkerfi), en hann
kom út vorið 1939. í bældingi þessum og víðar leiðir próf.
Hayek rök að því, að nazisma og sósíalisma beri ekki einvörð-
ungu að skoða sem skyldar stefnur að því, er snertir skoðanir
á hagskipulagsmálum, heldur sé hér einnig um að ræða skyldar
stefnur að því, er stjórnskipulag snertir, vegna þess að hið
sósialistiska skipulag verði eingöngu framkvæmt á einræðis-
grundvelli, á sama hátt og hagkerfi auðvaldsskipulagsins sé
eina hagkerfið, sem lýðræðið getur þrifizt undir. Af því að um
mikilvægt málefni er að ræða, skal hér leitazt við að skýra þau
helztu rök, er próf. Hayek færir fram mál sínu til stuðnings í
bæklingi þessum og öðru, er hann hefur um þetta mál ritað.
Byggist það, er hér fer á eftir, að mestu á skoðunum hans. Það
veldur að vísu nokkrum erfiðleikum í þessu sambandi, að skoð-
anir sósíalista á því, hvernig hinu nýja þjóðskipulagi skuli
háttað, eru, að því er virðist, allósamhljóða og oft óljósar. Áróð-
ur sósíalista hefur miklu meira beinzt að þvi að gagnrýna nú-
verandi þjóðskipulag en að því að skýra það, hvernig þeir
ætli sér að byggja upp framtíðarþjóðskipulagið. Allir sósíal-
istar munu þó sammála um það, að til þess að koma sósíal-
isma á, verði að afnema eignarétt einstaklingsins á öllum
þýðingarmeiri atvinnufyrirtækjum og koma i þess stað á op-