Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 78
EIMREIÐIN
Þórkatla á Núpi.
Smásaga. Eflir Jens Benediktsson.
Ég hafði nokkuð lengi furðað mig
á, hvað orðið væri af Þórmari, göml-
um vini mínum og skólabróður.
Hann hafði hlátt áfram horfið einn
sólríkan sumardag og ekki látið
eftir sig nein spor. Og þótt hann
væri nokkuð einrænn stundum, var
ég farinn að undrast yfir þessari
dularfullu fjarveru hans og þögn.
En svo, þegar ég var tekinn að
gerast nokkuð órólegur vegna þessa,
kom skýringin. Hún kom í sendi-
bréfsformi. Og bréfið hljóðaði
þannig:
Gamli vinur og bekkjarbróðir!
Þig mun sjálfsagt furða geysilega á þvi að hafa ekki séð
mína göfugu ásjónu um langa hríð, en ég er nú skrítinn, eins
og þú veizt, og ég brá mér bara út í bláinn, eins og ég geri
stundum, daginn eftir að við sáumst síðast. Ég gekk um byggðir
og öræfi einn míns liðs, gekk ég lengi, eins og stendur í sög-
unum. Og á langri leið getur ekki farið hjá því, að eitthvað
heri við, og viðburðurinn varð nú í dag. Ég ætla að segja þér
söguna, eins og hún gerðist, og er þá bezt að byrja:
Langur, langur, næstum óendanlegur virtist mér hann, hinn
lítt ruddi heiðavegur, sem ég þrammaði eftir með hakpokann
minn og vatnskápuna á hryggnum, í aljárnuðum rosabullum
og stuttbuxum að bæjarbúa sið, og skemmti mér við að hugsa
um, hvað myndi vera hinum megin við næsta leiti. Ég var alveg
gerókunnur á þessum slóðum og hafði ekkert kort meðferðis.
Loksins komst ég upp á þetta næsta leiti. Og hvað var að sjá?
Jú, sama veginn áfram, þangað til að önnur hæð lokaði fyrir