Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 128
114
RITSJA
BIMREIÐIN
Júhann Bárðarson: Áraskip. For-
máli eftir Ólaf Lárusson prófessor.
/i!)/,'. Í9i0 (ísafoldarprentsm. h/f).
Svo mikið kemur nú út af bókum
hér á landi, að þeir, sem störfum
eru lilaðnir, eiga þess engan kost
að lesa þær allar, en verða að velja
]>að úr, sem ætla má, að merkast
sé. Stundum getur þá auðvitað ork-
að tvímælis um valið.
í mergð þeirra bóka, sem út komu
fyrir jólin í vctur, var þó eitt rit,
sem ég ákvað þegar að lesa: Ara-
skip eftir Jóhann Bárðarson.Til þess
lágu m. a. þau rök, að ég hafði
um margra ára skeið stundað sjó-
mennsku, hæði á áraskipum og þil-
skipum, og hugði gott til þess að
rifja upp minningar frá þeim dög-
um við lestur þessarar hókar.
Iiins og lög gera ráð fyrir, byrj-
aði ég á byrjuninni. En þeim, sem
eiga eftir að lesa hókina, liggur mér
við að ráðleggja að byrja ekki á
innganginum, heldur á II. kaflan-
um. Bollaleggingar um Völu-Stein
og Völuspá geta auðvitað verið
skemmtilegar, en ekki fæ ég séð,
að þær séu i neinum tengslum við
útgerð áraskipa í Bolungarvik.
Mjög veltur á þvi, að upphaf bók-
ar sé þannig úr garði gert, að það
veki eftirvæntingu lesandans, laði
liann til þess að lesa meira. Fái les-
andinn hins vegar andúð á bókinni
í uppliafi, þarf framhaldið að vera
mjög gott, til þess að dómurinn mn
liana verði góður að lestri loknum.
Það getur — á sinn hátt — verið á
við liarðasta harning inn með Stiga-
hlíð að ná tökum á lesanda, sem
hefur orðið fyrir verulegum von-
hrigðum við lestur á upphafi bókar.
En Jóhann Bárðarson hefur sjálf-
sagt oft lent i harningi — og náð þó
landi. Og það tekst honum enn —
tvímælalaust.
Þegar fyrsta kaflanum lýkur, læt-
ur hann Völu-Stein „fá pokann
sinn“, eins og sjómenn mundu orða
það, og snýr sér að öðru efni, sem
liann gerþekkir og ann. Sá, sem
einhver kynni hefur af veiðiskap á
áraskipum og sjómannalifi, sleppir
nú hókinni ekki, fyrr en lokið er, og
]>á óskar hann þess eins, að liún
væri lengri. Lýsingar á skipum og
útbúnaði þeirra, veiðarfærum og
veiðiskap, sjóferðum og fiskimið-
um eru yfirleitt glöggar og skýrar,
fróðlegar og skemmtilegar. Kaflinn
um lifið i landi mætti þó vera
veigameiri. Það hefði verið gaman
að kynnast meira andlegu lífi þess-
ara dugmiklu og drengilegu sjó-
manna. Hvað lásu þeir i landleg-
um? Ortu þeir mikið? Þessi sléttu-
bandavísa gerir mann forvitinn:
Djarfir, knáir færðu fley,
fengu smáa gjaldið.
Þarfir sáu, ofbauð ei
Ægis háa valdið. (133. hls.)
Ekki verður hjá því komizt að
vikja nokkrum orðum að máli hók-
arinnar.
Skipun orða og setninga er stund-
um áhóta vant, og verður þá vart
danskra áhrifa: „Djúpmenn liefðu
ekki gert sig ánægða með það ...,
aö liún ekki gat“ (12. bls.). „Nú
getur Bersi ekki hafa átt sl;reið“
(12. bls.). „Mátti undir flestum
kringumstæðum reiða sig á að ]>etta
ekki bilaði“ (111. bls.). „Allar þess-
ar skorpur og kapp var þó mest á
sexæringunum á vetrum“ (81. bls.).
„Engin heilbrigðis eða þrifnaðar
eftirlit, af hálfu þess opinbera, vœri
til“ (94. bls.). — Setningatengsl eru