Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 43
EIMREIÐIN
I'ASTHELDNI
29
að sem kirknaklukkurnar túlkuðu það skraf, sem himinn og
jorð hjala sin i milli. Séra Rögnvaldur Pétursson stofnaði
Þjóðræknisfélagið, til verndar islenzkri arfleifð, og hann breiddi
°ían á ótal landa framliðna íslenzk áklæði og flosvefnað tung-
l*nnar. Hann var fastheldinn maður við þau verðmæti, sem
skeddust vestur uin haf með fólkinu og gleymdi eigi ættfærsl-
anni, hvaðan sá eða sú voru komin og hver hann var eða hinn,
sem nú gat eigi lengur rennt auguin austur á bóginn. Tunga séra
^ögnvalds var nokkurs konar lindarpenni, sem fékk munn-
'atn sitt úr Mimisbrunni norrænunnar. Og andardráttur hans
'ar svo íslenzkur sem andardráttur hvera og lauga ættjarðar
kans. Fátæk, ómenntuð hjón, sem geyma í hálfa öld í völu-
skríni giftingarræðu sína, eru eigi þess umkomin að gera end-
oi'minningar sínar um ísland að gulltöflum á Iðavelli. Þau tala
keima í bústað sínum móðurmálið við börn sín og skila þannig
a þurrt land þeirri arfleifð, sem er skyld sáðkorni. Sams konar
lastheldni, sem geymir ræðuna, er ég nefndi, í hálfa öld, eiga
k innar það að þakka, að kvæðaauðlegð þeirra, sem kend er við
Kalevala, varðveittist á vörum alþýðu öldum saman, þar til er
k'æðin voru færð í letur. Sams konar saga gerðist í Færeyj-
Um- Þjóðkvæði Færeyinga og vikivakadansar héldust þar við
arum og öldum saman, og eru sum þeirra svo gömul, að þau
ijalla um Sigurð Fáfnisbana og þau ævintvr, sem tengd eru
hann. Fastheldni Færeyinga er einnig tengd við grasrót-
1Ila- t’ar vilja erfingjar engum blett lóga, sem þeir eiga erfða-
tilkall á. Hér á landi vilja jarðeigendur mjög margir selja rík-
Jnu löndin. íslendingum er jörðin laus í höndum, — þeim, sem
kafa tekið nýja trú.
Ónafngreinda konan, sem hélt fast í ræðuna, er dóttir eða
óótturdóttir þeirrar kvenkyns fastheldni, sem ættuð er frá
IJuriði spöku Snorradóttur að Helgafelli. Sú fræðihneigð og
torvitni hefur numið og varðveitt sagnfræði og ljóðlist nor-
'æns anda, fært hana i letur og skilað henni til þeirra, sem
héldu henni til haga.
Nú skjóta einvaldar stórþjóða vísvitandi á listasöfn og bók-
hlöður, kirkjur og sjúkrahús. Foreldri hjónanna, sem áttu
kullaupið, var fastheldið á Flateyjarbók og önnur dýrmæt
skinnhandrit. Þess vegna eru þau enn til. Geyminn hugur