Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 40
26
ÍSLAND 1940
EIMREIÐIN
konungsvaldsins samkvæmt heimild í stjórnarskránni. Alþingi
sat samkvæmt venju siðari hluta vetrar og samþykkti 61 lög,
sem að mestu voru breytingar eldri laga. Meðal þeirra laga,
er samþykkt voru, má nefna þessi: lög um rannsóknir í þágu
landbúnaðarins, um stríðs- og slysatryggingu sjómanna, um
náttúrurannsóknir, umferðalög, bifreiðalög, um afhending dóm-
kirkjunnar til safnaðarins í Reykjavik og skiptingu Reykja-
víkur í prestaköll, um friðun arnar og vals, um verðlag, um
lyffræðingaskóla, um eftirlit með sveitarfélögum, um húsa-
leigu, um lántöku til talstöðva í fiskiskip, um bráðabirgða-
tekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfé-
laga, um eignar- og notkunarrétt á jarðhita og um skógrækt.
Slysfarir á sjó voru allmiklar. Samtals drukknuðu 58 menn
eða rúmlega tvöfalt fleiri en í fyrra. Togarinn Rragi sökk við
Bretland vegna ásiglingar. Tíu vélbátar fórust og nokkrir bát-
ar minni. Bretar höfðu auglýst hættusvæði allstór fyrir Aust-
urlandi og Vesturlandi, og lagt þar tundurdufl. í kringum
áramótin varð víða í kringum land vart við tundurdufl á reki,
er talið var, að hefðu slitnað hér upp eða rekið til landsins.
Er vitað um tvo togara útlenda, er fórust fyrir Austurlandi
á duflum þessum, en engin íslenzk skip. Nokkur dufl rak á
land. — Þegar þess er gætt, að íslenzlc skip fóru 842 ferðir með
isfisk til Bretlands á árinu, má hrósa happi, að engu þeirra
var sökkt af hernaðarástæðum. Aðeins tvö urðu fyrir árás. -—
Hins vegar kom það oft fyrir, að íslenzk skip björguðu sjó-
mönnum á hafi úti af sokknum eða sökkvandi skipum. Var tala
þeirra manna, er þannig var bjargað á árinu, rúmt 1000.
Mannfjöldi á öllu landinu um áramótin 1939—’40 var 120 264
(um fyrri áramótin 118 888). Þar af voru í kaupstöðum 58159
(57 049), kauptúnum með meira en 300 íbúa 14 221 (14 327)
og sveitum og þorpum 47 884 (47 512). íbúatala kaupstaðanna
var þessi: Reykjavík 38 219 (37 366), Hafnarfjörður 3 615
(3 652), ísafjörður 2 788 (2 666), Siglufjörður 2 975 (2 828),
Akureyri 5 103 (4 940), Seyðisfjörður 917 (961), Neskaupstað-
ur 1 100 (1 130), Vestmannaeyjar 3 442 (3 506).