Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 35
EIMREIÐIN
ÍSLAND 1940
21
Sildveiðarnar stunduðu nú fleiri smáskip en áður, en af
togurum aðeins 8, samtals 217 skip (1939: 225 skip, 1938: 185
skip). Varð aflinn sem hér segir:
Tunnusild. Bræðslusild, hektól.
Árið 1940: 90 000 tn. 2 469 000
— 1939:261 000 — 1 170 000
— 1938: 348 000 — 1 530 000
Af sildarafurðum fóru út á árinu 38 000 tn. af tunnusíld á
2,8 millj. kr. (árið áður 288 000 tn. á 11,7 millj. kr.), af síldar-
mjöli 22 000 tonn á 9 millj. kr. (18 600 á 5,4 millj.) og af síldar-
olíu 22 400 tonn á 12,7 millj. kr. (17 330 tonn á 6,3 millj.).
Hvalveiðar féllu niður á árinu.
Landbúnaðurinn. Heyfengur varð eigi meiri en í meðallagi
u landinu yfirleitt, en nýting víðast í rýrara lagi vegna óþurrk-
anna. Slátrað var 355 þús. dilkum (eða um 24 000 fleiri en árið
1939) og auk þess 15—20 000 fullorðnu fé. Meðalfall dilka var
13,7 kg. á móts við 14,41 árið áður, sem talið var hámark.
Af freðkjöti voru flutt út á árinu 1526 tonn á 1832 þús.
kr. (árið 1939 1836 tonn á 1863 þús. kr.). Af framleiðslu ársins
var ekkert saltkjöt flutt út, en 1741 tunnur frá fyrra ári á 294
þús. kr. (árið 1939: samtals 6543 tn. á 1131 þús. kr.). Af ull
v°ru flutt út 134 þús. kg. á 743 þús. kr. (1939: 572 þús. kg. á
2096 þús. kr.) og gærur 133 þús. stk. á 1300 þús. kr. (1939:
294 þús. stk. á 3276 þús. kr.).
Er því mikill meiri hluti af ull og gærum enn óútfluttur.
-1/jólkurframleiðslan varð heldur minni, 18,12 millj. lítra á
nióts við 19,8 árið áður. AT osti voru flutt út 37 tonn á 61 þús.
kr. (1939: 198 tonn á 286 þús. kr.).
Af refaskinnum voru flutt út 3085 stk. á 193 þús. kr. (1939:
1291 á 78 þús. kr.) og minkaskinn 2013 á 72 þús. kr. (1939:
166 á 5580 kr.).
Garðuppskeran varð rýr eftir hið kalda sumar. Taldist
kartöflutekjan um 50 þús. tonn á móti 125 þús. tonnum árið
Bður. En þá var hún meiri en nokkru sinni fyrr.
■íarðræktarframkvæmdir voru taldar nær helmingi minni
en árið áður og íbúðarhús aðeins reist um 30 talsins í stað 200
hvort árið 1939 og 1938.