Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 125
EIMREIÐIN
RITSJÁ
111
legum persónulegum blæ, — að
uPPgötva nýja fegurð eða klæða
hina gömlu á nýjan hátt. Það er
mikilsvert að apa ekki eftir öðr-
Urn> bótt hinir yngri standi, ef svo
111:1 segja, á herðum hinna eldri.
Páll Kolka hefur framan við
k'æði sín griðarlangan formála.
Kennir þar margra grasa, og er viða
'ið komið, því að heita má, að þar
se rakin i stórum dráttum þróun-
arsaga mannsandans, og kemur
lifs- 0g listar-skoðun höfundar
greinilega i Ijós i þvi sambandi. Er
eg honum að mörgu leyti sammála,
liótt mér þyki að visu sumar skoð-
auir hans á guðfræðilegum efnum
nokkuð hæpnar, eins og t. d. árás
^ans á „nýju guðfræðina“ (bls.
23—26) og ýmislegt, sem fram
^emur hjá honum i þeim málum,
trúmálunum. En nóg um það. —
listarskoðun höf., að einna
mest sé undir hnitmiðun formsins
komið, má gera þá athugasemd, að
ókaflega mikið er að vísu undir
f°rminu komið, og skai ég sizt
*asta nákvæmni i þeim cfnum, en
of mikið má þó af öllu gera, enda
hafa tvær íslenzkar kveðskapar-
greinir dáið úr formsýki, ef svo má
að orði kveða, — þ. e. dróttkvæðin
fornu og siðar rimurnar, hvor
f'eggja vegna einhliða áherzlu,
sem lögð var á formið — í þrengstu
merkingu. Snorra-Edda, þar sem
s'° mikil stund er lögð á að linit-
miða formið, varð svo að segja leg-
steinn — að vísu mjög tignarlegur
hautasteinn — á leiði dróttkvæða-
stilsins. Afturkastið sést greinileg-
ast í Lilju. Þótt hún fylgi raunar
iornum reglum um rím og stuðla-
setningu, þá er stíllinn allur annar
011 i liinum eidri dróttkvæðuin. —■
Um kvæðin er það að segja, að
fremur litið ber þar á Ijóðrænni
mýkt eða tilfinningahita, en meira
á viti og íhugun. Þó eru kvæði eins
og t. d. „Ströndin“ og „Á Holta-
vörðuheiði" greinilega Ijóðræn og
hin fegurstu að efni og orðfæri, og
þannig mætti fleiri telja. í söguleg-
um kvæðum liöf., svo sem „Grótta-
söng“, ber mikið á viturlegum
hugsunum og hetjulegum krafti í
orðfærinu og meðferð efnisins. Höf.
er all-sérkennilegur, og þótt kenna
megi áhrifa eldri skálda, þá er það
ekki tiltökumál.
Margrét Jánsclóttir yrkir inni-
leg, rómantísk, ljóðræn kvæði, eins
og hún hefur gert áður, og koma
allir beztu eiginleikar hennar sem
skálds greinilega fram í þessari
bók. Innileiki, þýðleiki, fegurð, —
þar sem varla sést blettur eða
hrukka, eru lielztu einkenni henn-
ar. Hún ryður að visu ekki nýjar
brautir, en þó er yfir kvæðum
hennar persónulegur, kvenlegur
blær, sem „klappar yndisþýtt, eins
og barn, á vanga".
Maríus Ólafsson er góður hagyrð-
ingur, en nær ekki oft þeim tökum
á efninu, að verulegur skáldskapur
verði úr.
Sérkennilegastur af þessum fjór-
um skáldum og sá, sem mest hefur
nýtt til brunns að bera, er Steinn
Steinarr. Smákvæði hans eru hrein
og tær Ijóðræna, — leikin að visu
aðallega á einn streng, en það er
gert víða af furðulegri leikni. Ljóð-
in hans Steins liafa ekki liátt um
sig, -—- þau eru söngl einmana veg-
faranda, sem eygir engan tilgang
með göngu sinni, — lágróma tónar,
sem minna stundum á Sigbjörn
Obstfelder og stundum jafnvel á