Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 66
52
NÝFUNDNALAND OG FJÁRHAGSHRUN ÞESS
EIMREIÐIN
830 ldlómetra löng. Hún var lögð þannig, en ekki beint, til
þess að komast hjá torfærum, sem hefði kostað afarmikið að
yfirvinna og brúa, og til þess að nálgast sem flestar byggðir
við sjávarsiðuna. Enn fremur mátti gera ráð fyrir, að á þessum
vegi væri víðast hvar vel fallið til ræktunar, og loks voru þar
svæði, er líkleg voru til námugraftar. Bjartsýnin var mikil, að
nú mundu opnast dyngjur Dvalins og aðrar óskir rætast.
Reynslan var svo góð í Bandaríkjum og Kanada. Járnbraut-
irnar teymdu þar fólkið inn á óbyggðu löndin. Þorpum og bæj-
um skaut upp hvarvetna, og allt land meðfram brautinni var
tekið til ræktunar og varð að einum akri. Eins var haldið, að
mundi verða á Nflandi, innflytjendur mundu sækja þangað
hópurn saman og festa sér byggðir og bú, einnig mundu er-
lendir skemmtiferðamenn streyma að á sumrin og eyða pening-
um. Þvi var trúað, að skipin frá Englandi með farþegana
mörgu til Kanada og Bandaríkja mundu leggja leið til St. Johns,
gefa farþegunum kost á skemmtilegri járnbrautarferð yfir
landið og það komast þannig í þjóðbraut. Stjórnin hafði gert
samning við enskt félag um lagningu brautarinnar. Ríkissjóð-
ur skyldi greiða félaginu 180 þúsund dollara á ári í 25 ár og
mega að þeim tíma liðnum taka við brautinni, ef svo sýndist. En
félagið fékk að auki ýmis hlunnindi og fríðindi, t. d. afar mikið
af landi og skógi meðfram allri brautinni. Forsprakki brautar-
lagningarinnar hét Reid. Hann var maður slunginn og notaði
aðstöðu sína til að ná miklum völdum til að auðga sig og fé-
laga sína, og svo voldugur var hann um nokkurra ára skeið, að
hann mátti heita ráða öllu í landinu.
Það kom brátt í ljós, að járnbrautin varð miklu dýrari en
gert var ráð fyrir. Eftir miklar erjur við félagið var sá kostur
loks tekinn 1923, að ríkið keypti félagið út og tók að sér járn-
brautina til eignar og reksturs. Brautin lcom að vísu mörgum
að gagni, þegar menn vöndust smám saman á að nota hana.
Frá gamalli tið voru menn sem sé vanir öllum flutningum sjó-
veg, þó að löng væri leið. Það var gömul venja að birgja sig upp
að nauðsynjum á hverju hausti, áður en vetur og hafís bönn-
uðu ferðir. Þessi rótgróna venja datt ekki svo fljótt niður, þó að
járnbraut kæmi, og er ekki dottin niður enn. Reynslan varð sú
af þessu og fleiru, að reksturinn varð afar dýr, og enn þá fer