Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 93
eimreiðin
Rússneska ráðgátan.
Eftir Jjví, sem átökin liarðna milli hernaðarþjóðanna í Evrópu,
verður sú spurning æ áleitnari, hver verða muni afstaða Rússa til
þeirra, áður en lýkur. Rússland, ráðgátan mikla í austur-vegi, er
stjórnmálamönnum Vestur-Evrópu sifellt umhugsunar- og áhyggju-
etni, ]jví að engum blöðum er um það að fletta, að hefji Rússar hern-
aðaraðgerðir með öðrum hvorum aðila i styrjöldinni, þá gæti það
orðið mikilvæg lijálp fyrir þá hernaðarþjóð, sem þeir veittu stuðning.
Að þvi er næst verður komizt, er fastaher Rússa, landherinn,
2 000 000 manna. Þar við bætist 4 500 000 undir vopnum á styrjaldar-
timum og 8 000 000 varalið. Rússar eiga þvi að geta liaft 14Va milljón
manna landher undir vopnum, með litlum fyrirvara. Flugher þeirra
er og talinn mjög öflugur. Þeir eiga 8 000 hernaðarflugvélar, þar af
3 000 árásar- og sprengjuflugvélar, og þeir eru taldir hafa mikla
ffifingu í herflutningum loftleiðis. Rússneski flotinn er aftur á móti
mjög litill í samanburði við stærð landsins og fólksfjölda. í honum
eru 3 gömul orustuskip og 3 ný (yfir 35 000 smál.), 7 beitiskip og
30 tundurspillar, enn fremur 170 kafbátar. Stórskotastyrkur Rússa
er talinn 1 600 þungar fallbyssur og 2 000 léttar, 8 000 brynvarna-
byssur og 53 000 vélbyssur. En 6 000 brynreiðar og 700 vopnaðir
brynvagnar er orustuvélastyrkur þeirra, enn fremur 150 000 her-
gagna-dráttarvélar og 100 000 liernaðar-bifreiðar. Þessar tölur eru
teknar eftir nýjustu enskum og amerískum heimildum og sýna fylli-
lega, að herveldi Rússa er öflugt. Náttúruauðæfi landsins eru mikil.
Það er eitthvert mesta hveitiræktarland í heimi, og þar eru fram-
íeiddar margs konar nytjavörur, svo sem olia, sykur, mjólkuraf-
urðir, bómull, kol, járn, timbur, kopar, nikkel, gull, blý og zink. Þar
er sauðfjárrækt og nautgripa, og þar er mikil iðnaðarframleiðsla, sem
sifellt færist i vöxt. Að vísu eru hvorki meira né minna en 170 mill-
jónir ibúa i löndum Rússa, svo að mikið af framleiðslunni lirekkur
varla til lianda landsins eigin börnum. En í sumum greinum eru
Rússar aflögufærir, og hefur það komið sér vel fyrir Þjóðverja, síðan
styrjöldin hófst.
í siðastliðnum júní urðu nokkrir erlendir ferðalangar stranda-
Slópar í Sviþjóð og urðu að fara austurleiðina yfir Rússland og Sí-
beríu til þess að komast heim til sin. Meðal þeirra var kona ein frá
Eanada, og hefur liún lýst því, sem fyrir augu bar a ferðalaginu,
1 vikuútgáfu blaðsins Toronto Star.