Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 29
eimueiðin
HAGKERFI OG STJÓRNSKIPULAG
15
atvinnulífsins væri ekki dæmd til þess að biða skipbrot, yrði
framkvæmdarstjórnin ekki aðeins að ákveða um það, hverjum
þörfum borgaranna skyldi fullnægt og hverjum ekki, heldur
líka hverjar þarfirnar væru. Þegar ekki er hægt að laga fram-
leiðsluna eftir raunverulegum þörfum borgaranna, verður að
telja þeim trú um, að það, sem framleitt er, sé það, sem bezt
hentar þörfum þeirra. En til þess að geta þannig ráðið smekk
og þörfum almennings verður að halda að honum einhliða
áróðri í þessu skyni. Sérhverja rödd, sem leitast við að gagn-
rýna framkvæmd skipulagsins, verður að kæfa niður með
harðri hendi sem þjóðhættulega, ef koma á í veg fyrir, að óá-
nægja með skipulagið og ótrú á framkvæmd þess festi rætur.
Tökum t. d. einstakt dæmi eins og bókaútgáfu. Undir núver-
andi þjóðskipulagi er mælikvarðinn á það, hvort einhver bók
sé þess verð að koma fyrir almenningssjónir, sá, að ef ein-
hver bókaútgefandi álítur líklegt, að bókin falli svo í smekk
bókakaupenda, að útgáfan sé líkleg að bera sig, kemur hún út,
en annars ekki. í sósíalistisku þjóðfélagi, þar sem ríkið hefði
alla útgáfustarfsemi með höndum, yrði það ritskoðun ríkisins,
er tæki ákvarðanir um, hvort það væri í samræmi við almanna-
heill, að bókin kæmi út. Enga opinbera gagnrýni á slíkar ákvarð-
anir mætti leyfa, ef koma ætti i veg fyrir, að óánægja skap-
aðist út af framkvæmd skipulagsins. Ríkisrekstur á sviði at-
vinnulífsins er því ósamrýmanlegur pólitísku lýðræði, prent-
frelsi og skoðanafrelsi. Það er ekki tilviljun, sem hefur ráðið
því, að í öllum þeim löndum, sem ríkið hefur mesta hönd í
bagga með atvinnurekstrinum, svo sem í Þýzkalandi, Rúss-
landi og Ítalíu, er fullkomið einræði á sviði stjórnmála og
menningarmála. Án sliks einræðis væri hinn opinberi rekstur
óframkvæmanlegur. Mönnum verður ef til vill ljósari af þessu
skyldleiki sósialismans og fasismans, en þessar tvær stefnur
stóðu alþýðu manna fyrir hugskotssjónum sem höfuðandstæð-
ur» allt þar til er samvinna sú milli Rússa og Þjóðverja hófst,
sem leiddi til núverandi styrjaldar. Hér mætti vekja athygli
a °rðum þeim, er Hermann Rauschning hefur eftir Hitler:
„Nazisminn er það, sem marxisminn hefði getað orðið, ef hann
hefði losað sig úr hinum óeðlilegu tengslum sínum við lýð-
ræðið.“