Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 96
82
RÚSSNESKA RÁÐGÁTAN
EIMREIÐIN
liluta alls rússneska flotans. Kronstadt er eitt rambyggðasta vígi i
heimi. í kringum sjálfa Vetrarliöilina frægu i Leningrad fara iðu-
lega fram brynvagnaæfingar, og þar eru flugvélaolíu-birgðir grafn-
ar i jörðu. Sams konar birgðir eru grafnar i jörðu undir Anichkow-
höllinni og þriðju við Nevafljót. En undir vígi einu í borginni er
geymdur einn þriðji af öllum gullforða Rússlands.
Hið viðáttumikla rússneska rikjasamband er lieimur út af fyrir
sig, sem Vesturlandabúar skilja ekki enn nema að litlu leyti. í heims-
átökum þeim, sem nú standa yfir, gæti Rússland ef til vill riðið
baggamuninn, ef það beitti sér. En það hefst ekki að, enn sem komið
er. Svipur þess er tviræður eins og hið dularfulla andlit Sfinxins
við Níl. Styrjöld Rússa við Finna í fyrra brá leiftri yfir ýmislegt
í vígbúnaðarstarfi rússnesku þjóðarinnar. Hún sýndi, að það vig-
búnaðarstarf var í ýmsu ófullkomið. En liðsmunur var svo gifurlegur,
að þetta kom ekki Rússum að sök. Hinn minni máttar hlaut að lúta
í lægra haldi. Og aftur féll hula leyndarinnar yfir herveldi Rússa.
En áður en varir getur þessi hula fallið af ásjónu rússneslca bjarn-
arins — með þátttöku hans i þeim geigvænlega liildarleik, sem nú
er liáður i heiminum.
Eftir tímaritinu „Parade“, febr.heftinu 1941.
Kveðið á innsigling'u til Seyðisfjarðar.
[Sveinn Jónsson, sem lengi bjó að Kirkjubóli í Norðfirði, var fæddur
í Firði i Seyðisfirði árið 1806 og uppalinn þar. Benedikt, sonur Sveins af
siðara lijónabandi, lifði lengstan hluta ævinnar í Firði í Mjóafirði, og
er liann heimildarmaður að eftirfarandi visu. Sveinn á Kirkjubóli var
skáldmæltur vel, og eru til eftir bann bragir og vísur, sem enn lifa í
munnmælum manna á milli i fjörðum austur. Sagt er, að Sveinn bafi
jafnan þráð seyðfirzku átthagana, eftir að hann fluttist til Norðfjarðar.
enda bendir visan ótvirætt til þess, að svo liafi verið. — Ritstj.]
Fagur þykir mér fjörður Seyðar.1)
Fægðar blómstrum hlíðar breiðar.
Við mér brosa holt og heiðar,
hann þegar ég yfir fer.
Fagur Seyðisfjörður er,
ólíkt kima nöprum neyðar,
_ Norðfjörður sem heitir
og naumt uppeldi niðjum sínum veitir.
1) Orðið Seyðarfjörður (í stað Seyðisfjörður) kemur fyrir í Land-
námu, þar sem getið er „Þórarins í Seyðarfirði" (Landnáma, bls. 245.
Útg. frá 1843). — Ritstj.