Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 98
84
ÓFRIÐURINN OG ÍSLENZK SAGNAGERÐ
EIMREIÐIN
sögunum. Hvorugt hafði varanleg áhrif til bóta. Stundum er
það raunsæið, stundum hugsvifið, seni mest kveður að. Og nú
eru gagnrýnendurnir farnir að leita að nýju einkennunum á
skáldsögum ófriðartimabilsins, sem hófst 1. september 1939.
Þessi einkenni eni að vísu enn eldd skýr. En skáldið keraur
ætíð fyrst auga á meginveilur þess tímabils, sem það lifir á.
Sá, sem gerði það ekki og benti á þær, væri ekki skáld. I átök-
um þeim, sem nú eiga sér stað í Evrópu, kemur tízkumenning
hennar skáldinu fyrir sjónir sem blekking eða tálmynd. Fjár-
sjóðir Evrópu eru óðum að tæmast. Vér höfðum talið oss tni
um, að hún væri á framfaraskeiði. Vér héldum, að vér hefðum
öðlazt hamingjuna þar, sem voru þjóðfélagsbyltingarnar, vís-
indalegar uppgötvanir, hinn kaldræni skilningur á hinni svo-
nefndu dauðu náttúru, o. s. frv. 1 langsamlega meiri hluta
voru þeir, sem trúðu á ofbeldið. Og það voru þeir, sem réðu.
Allt dularfullt og fagurt í lífinu var fyrirlitið og þurrkað út.
Trúin gerð að grillu. Kraftaverkinu útrýmt úr tilverunni.
Lifið sjálft tilviljun, duttlungar vélbundinna krafta. Guð og
englar lians bábiljur. Bænin hégómi. Allt skyldi skýrt út frá
yfirborðslegum forsendum hinnar vísindalegu efnishyggju. Vér
litum með fyrirlitningu á einfaldleikann og auðmýktina i trúar-
brögðum Austurlandabúa og hrósuðum happi vfir að vera ekki
önnur eins börn og þeir.
Menntaður Evrópumaður á tuttugustu öldinni taldi sig
sjálfkjörinn foringja, sem ekkert hefði að óttast utan sinn eiginn
mátt, því að allt vort vísindalega byggða vélaveldi gat snúizt oss
til tortímingar, ef vér höfðum ekki nægilega gát á. Og nú hefur
þetta gerzt.
í stað innri friðar höfum vér leitað auvirðilegra ytri
skemmtana, tekið líkamann fram yfir andann, rejmt að
gleyma því, að vér séum gædd ódauðlegri sál og henni sé
þörf andlegrar fæðu. Sá, sem lét sér nægja unað listar og ljóða,
sitt daglega brauð og einfalt líf, var talinn fífl. í stað göfgandi
listar í tónum, orði, óði og liúsagerð fengum vér fánýtar upp-
b'ætur: glymskratta, reyfara, knæpusöngva, andlausa funkis-
kassa og skýjakljúfa. Listin var á góðri leið til að verða að
einskærri endurspeglan á ljótleika vélamenningarinnar.
Þannig er sviðið, sem skáld vor og rithöfundar hafa til að