Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 44
30
FASTHELDNI
EIMREIÐIN’
og fastheldinn, sem leit jafnt um öxl sem fram á veginn, hafa
gert garð vorn frægan.
II.
Maður féfastur eru gömul orð og heyrast nú ekki í daglegu
tali. Þau eru jafngóð og gild sem orðið fastlyndur. Fastheldni
um efnahagsfémæti er engu síður nauðsyi^leg en varðveizla
andlegra verðmæta. Þess vegna varð þjóðin vor bókmennta-
þjóð, að hún hélt til haga sögusögnum og kvæðum, sem lágu
í loftinu, ef svo mætti að orði kveða.
Kálfsskinnsbót, tvö, þrjú hundruð ára að aldri, lætur lítið
yfir sér. Eg sá eina slíka á Brekku í Núpasveit. Hún greindi
landamerki jarðarinnar, snilldarlega rituð. Bóndinn brosti út
undir eyru, meðan hann sýndi mér þessa arfleifð. Hann er ef
til vill afkomandi Ingimundar Vatnsdælagoða. En hvort sem
hann er af því bergi brotinn eða öðrum rótum runninn, kippir
honum i kyn þeirra manna, sem mátu mikils fornar heimildir,
skinnklæddar og eyrspennslaðar. Hann var fyrningabóndi, þó
að jörðin hans væri og sé engjalaus. Þar er litbeit mikil og
landkostir bæði i heiðavíðátt og í flæðarmáli.
Þarna gat að líta andlega og efnalega fastheldni. Vér eigum
þeim stallsystrum að þakka tilveru þjóðar vorrar i þúsund ár.
Þetta vissu og sýndu í verki vitringarnir, sem sátu á löggjafar-
þingi Islendinga á næst liðinni öld: Einar í Nesi, Arnljótur
Ólafsson, Jón á Gautlöndum, Grímur á Bessastöðum og Magnús
Stepliensen, allir rithöfundar og fyrningamenn jafnt í einka-
biiskap sem í þjóðarbúi. Þeir mundu hallærin, sem gert höfðu
margan usla þjóð og landi, og bjuggust við, að enn myndi vá
fyrir dyrum. Þess vegna söfnuðu þeir „i landsins kassa“ við-
lagasjóði (varasjóði), þó að litlar væru tekjur landsmanna. ...
Menn, sem voru fastheldnir á fémunum, hafa bjargað bú-
peningi granna sinna, þegar í nauðirnar rak, bústólparnir,
landstólparnir, sumarpáskaveturinn 1858—9, sem einnig er
nefndur álftabani og blóðvetur, af því að þá var víða skorið
af heyjum laugardaginn fyiúr páska. Þá bjargaði t. d. Hall-
dór á Bjarnastöðum í Bárðardal, langafi Péturs Halldórssonar
borgarstjóra, sveit sinni frá fjárfelli, fvrningabóndi mikill og
fésvinnur, en drengur í raun.