Eimreiðin - 01.01.1941, Blaðsíða 91
EIMKEIÐIN
ÞÓRKATLA Á NÚPI
77
við borðendann skipaði sæti hin mesta kvenhetja, er ég hef
þekkt, og spjallaði við okkur, gerði allt, sem hún gat til þess
að bæta úr þeirn vandræðum, sem við höfðum komizt í við að
hittast svona óvænt.
Jæja, vinur, nú fer þetta að styttast. Eftir kvöldverðinn
gengum við Guðrún niður iðjagræn engin að ánni, og á þeirri
ferð raknaði úr ýmsum misskilningi, og margt var fært í lag.
Við hlustuðum saman á kveldsöngva fuglanna í dalnum, sáum
aftanroðann sveipa bæinn og núpinn sinum undurfögru lit-
brigðum, komum að grafreitnum, þar sem ættmenn Guðrúnar
hvildu, og drúptum höfðum í hljóðri lotningu fyrir minningu
beirra og minntumst þá einnig hennar, sem var ung að útliti
°g í anda, þótt árin séu orðin mörg og hretin hörð, sem yfir
hana hafa dunið. Hún var enn ekki gengin til náða, þegar við
komum inn, og ræddi við okkur nokkra stund með hljóm-
Þýðu röddinni sinni.
Ég get ekki sofið fyrir öllum þeirn dásemdum, sem fyrir
»iig hafa borið í dag, svo að ég rita nú þetta bréf til enda. Við
gluggann minn sit ég og skrifa, meðan nóttin breiðir vængi sína
yfir þenna dal, sem upp frá þessu verður heimili mitt. Hér
ætla ég að una, ætla að verja kröftum mínum til þess að gera
göfugu gömlu konunni, sem hér býr, ævikvöldið sem bjartast,
°g dótturdóttur hennar lífið hamingjusamt. Það er ekki víst,
hvenær við sjáumst næst, tíminn og fjarlægðirnar mynda oft
vikur vina í millum. Ég bið þig skila kærri kveðju til okkar
gömlu félaga. Þú ert vís til að geta gert eitthvað úr þessu
hréfi með allt þitt skáldskaparfikt. —
En gleymdu ekki Þórkötlu ú Núpi. Hún mun mér aldrei úr
unnni liða né saga hennar.
Lifðu heill.
Þinn gamli vinur,
Þórmarr Kárason.