Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1941, Page 40

Eimreiðin - 01.01.1941, Page 40
26 ÍSLAND 1940 EIMREIÐIN konungsvaldsins samkvæmt heimild í stjórnarskránni. Alþingi sat samkvæmt venju siðari hluta vetrar og samþykkti 61 lög, sem að mestu voru breytingar eldri laga. Meðal þeirra laga, er samþykkt voru, má nefna þessi: lög um rannsóknir í þágu landbúnaðarins, um stríðs- og slysatryggingu sjómanna, um náttúrurannsóknir, umferðalög, bifreiðalög, um afhending dóm- kirkjunnar til safnaðarins í Reykjavik og skiptingu Reykja- víkur í prestaköll, um friðun arnar og vals, um verðlag, um lyffræðingaskóla, um eftirlit með sveitarfélögum, um húsa- leigu, um lántöku til talstöðva í fiskiskip, um bráðabirgða- tekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfé- laga, um eignar- og notkunarrétt á jarðhita og um skógrækt. Slysfarir á sjó voru allmiklar. Samtals drukknuðu 58 menn eða rúmlega tvöfalt fleiri en í fyrra. Togarinn Rragi sökk við Bretland vegna ásiglingar. Tíu vélbátar fórust og nokkrir bát- ar minni. Bretar höfðu auglýst hættusvæði allstór fyrir Aust- urlandi og Vesturlandi, og lagt þar tundurdufl. í kringum áramótin varð víða í kringum land vart við tundurdufl á reki, er talið var, að hefðu slitnað hér upp eða rekið til landsins. Er vitað um tvo togara útlenda, er fórust fyrir Austurlandi á duflum þessum, en engin íslenzk skip. Nokkur dufl rak á land. — Þegar þess er gætt, að íslenzlc skip fóru 842 ferðir með isfisk til Bretlands á árinu, má hrósa happi, að engu þeirra var sökkt af hernaðarástæðum. Aðeins tvö urðu fyrir árás. -— Hins vegar kom það oft fyrir, að íslenzk skip björguðu sjó- mönnum á hafi úti af sokknum eða sökkvandi skipum. Var tala þeirra manna, er þannig var bjargað á árinu, rúmt 1000. Mannfjöldi á öllu landinu um áramótin 1939—’40 var 120 264 (um fyrri áramótin 118 888). Þar af voru í kaupstöðum 58159 (57 049), kauptúnum með meira en 300 íbúa 14 221 (14 327) og sveitum og þorpum 47 884 (47 512). íbúatala kaupstaðanna var þessi: Reykjavík 38 219 (37 366), Hafnarfjörður 3 615 (3 652), ísafjörður 2 788 (2 666), Siglufjörður 2 975 (2 828), Akureyri 5 103 (4 940), Seyðisfjörður 917 (961), Neskaupstað- ur 1 100 (1 130), Vestmannaeyjar 3 442 (3 506).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.