Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1941, Síða 26

Eimreiðin - 01.01.1941, Síða 26
12 HAGKERFI OG STJÓRNSKIPULAG EIMREIÐIN Þegar nazisminn og fasisminn koma fram á sjónarsviðið, verður slíkt til að rugla reikningunum nokkuð, þvi að jafn- framt því, sem þessir flokkar bera fram skoðanir í hagskipu- lagsmálum, sem mjög voru skyldar skoðunum sósíalista, lýstu þeir sig opinbera andstæðinga allra lýðræðishugmynda. Fyrst í stað mun þó hafa verið einna almennast að telja þessa nýju flokka eins konar brjóstvörn gömlu borgaralegu íhaldsflokk- anna, enda áttu þeir víða mikilli hylli að fagna í þeim her- búðum. Þó má þess geta, að þegar fyrir 1930 komu fram raddir, sem bentu á skyldleika nazismans og sósíalismans, að því er fyrirkomulag fjárhagsmála snertir, og spáðu nánari samvinnu á milli þessara stefna, en enginn gaf þeim þá gaum. Eftir að þýzk-rússneska samvinnan hófst, fóru menn þó að gefa þess- um spádómum gauni á nýjan leik, en sérstaka athygli hafa í hinum enskumælandi heimi vakið ýmis skrif austurríkska pró- fessorsins v. Hayek, sérstaklega bæklingur, er hann nefndi „Freedom and Economic System“ (Frelsi og hagkerfi), en hann kom út vorið 1939. í bældingi þessum og víðar leiðir próf. Hayek rök að því, að nazisma og sósíalisma beri ekki einvörð- ungu að skoða sem skyldar stefnur að því, er snertir skoðanir á hagskipulagsmálum, heldur sé hér einnig um að ræða skyldar stefnur að því, er stjórnskipulag snertir, vegna þess að hið sósialistiska skipulag verði eingöngu framkvæmt á einræðis- grundvelli, á sama hátt og hagkerfi auðvaldsskipulagsins sé eina hagkerfið, sem lýðræðið getur þrifizt undir. Af því að um mikilvægt málefni er að ræða, skal hér leitazt við að skýra þau helztu rök, er próf. Hayek færir fram mál sínu til stuðnings í bæklingi þessum og öðru, er hann hefur um þetta mál ritað. Byggist það, er hér fer á eftir, að mestu á skoðunum hans. Það veldur að vísu nokkrum erfiðleikum í þessu sambandi, að skoð- anir sósíalista á því, hvernig hinu nýja þjóðskipulagi skuli háttað, eru, að því er virðist, allósamhljóða og oft óljósar. Áróð- ur sósíalista hefur miklu meira beinzt að þvi að gagnrýna nú- verandi þjóðskipulag en að því að skýra það, hvernig þeir ætli sér að byggja upp framtíðarþjóðskipulagið. Allir sósíal- istar munu þó sammála um það, að til þess að koma sósíal- isma á, verði að afnema eignarétt einstaklingsins á öllum þýðingarmeiri atvinnufyrirtækjum og koma i þess stað á op-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.