Eimreiðin - 01.04.1943, Side 32
NORSKA LEIKKOXAN GERI) GRIEG
EIMREIÐIN'
112
unum, heldur sannaði áheyrendum skyldleikann milli norsks
<:g íslenzks þjóðareðlis. Ibsen lætur leikinn gerast á 14. öld,
<;g var enn færra, sem skildi þjóðirnar að þá en nú.
í tilefni af komu frú Grieg hingað á vegum íslandsdeildar
Xorræna félagsins og leikstjórn hennar hér, átti ég við hana
samtal um hlutverk og gildi leiklistarinnar. Það duldist ekki,
að leiklistin er, að hennar áliti, máttugt tæki til að lyfta mönn-
unum á æðra og fullkomnara stig, Það var sama skoðunin
og Indriði heitinn Einarsson lét slundum i ljós, þegar tíðradl
varð um teiklistina. Leiksyiðið og kirkjan hafa sama hlutverk
og takmark: að göfga mennina og glæða .hið fagra i mann-
Jifinu. Og vitaskuld er það þetta, sem er hlutverk og lakmarlc
allrar listar, í hvaða forini sem tuin hirlist. Það. er ekki haégt
að einangra listarviðleitnina frá sjálfu tífinu, fegurð þess’,
siðgæði og tni. Allar tilraunir í þá ált eru unnar fyrir gýg.
Þegar ég spurði frú Grieg hvað hún teldi fyrsta skilyrðið
lil þess að gela orðið góður leikari, svaraði hún hiklaust:
Vinna, þrotlaus vinna og ást á starfinu. Hún lct í tjós óblandna
gleði yfir komu sinni liingað til lands, fór aðdáunarorðuin
um hæfileika og dugnað ýmsra leikenda vorra, sein hún hafði
kynnst og unnið með hér, og spáði góðu um. framtíð íslenzkrai'
leiklistar með bættmn skilyrðum, þegar þjóðleikhúsið vænt-
anlega gæti tekið til starfa. Ast hennar og áhugi á leiklist-
inni hefur ekki luilnað við hættur styrjaldarinnar.
Annars var það þegjandi samkomulag að minnast ekki á
styrjöldina í viðtali mínu við frú Grieg. Hið óeigingjarna starf
hennar í þágu norsku sjómannanna lýsir betur en nokkur
orð fá lýst hinum sterka vilja til að fórna sér fyrir þá og
málslað Noregs á þessum tínnun neyðarinnar. Hljóðleikinn
og helgin um þetta hjartans mál her. þess dýrastan vottinn,
að það er endurheimt Noregs og frelsi, sem nú skiptir svo
óendanlega meira máli en allt annað.
Sveinn Sigurttsson.