Eimreiðin - 01.04.1943, Page 40
120
ÞEGAR NÝJA-ISLAND VAR SJÁLFSTÆTT RÍKI eimkeiðin
nefndur þingráðsstjóri, enda var hann eins konar forseti ný-
lendunnar.
Þessir nienn voru kosnir byggðarstjórar: í Víðinesbyggð
Björn Jónsson frá Asi í Ivelduhverfi, bróðir Kristjáns Fjalla-
skálds. J Árnesbyggð Bjarni Bjarnason frá Daðastöðum í
Skagafirði. í Fljótsbyggð Jóhann Briem frá Völlum i Sleaga-
firði. I Mikleyjarbyggð Jón Bergsveinssön úr Fljótsdal, Norð-
ur-Miilasýslu. Iúngráðsstjóri var kosinn Sigtryggur Jónasson,
en vara-þingráðsstjóri Friðjón Friðrilessön. Var svo til stillt,
að annar átti heima sunnarlega, en hinn nörðarlega i nýlend-
- .
unni.
Dr. Rögnvaldur Pétursson hefur í fyrsta árgangi Tímarits
Þjóðræknisfélagsins vakið athygli á því, að þetta fyrirlcömu-
Jag sé sniðið eftir sýslu- og lireppaslcipun hér á íslandi.
„Þing“ er fornt lieili á sýslu. Þingráðið er þá sýslunefndin
og þingráðs.stjórinn 'sýslumaður. Byggðarnefnd mundi svara
til hreppsnefndai', og byggðarstjóri svarar tií oddvitá og hrepp-
sjóra. —■ En að einu leyti var stjórnsldpun Ný-íslendinga frá-
brugðin því, sem Iiér tíðkast. Þar var formaðúr byggðar-
nefndar sjálfkjörinn meðlimur þingráðsins. Mundi það svara
til þess, ef sýslunefnd væri skipuð oddvitum allra hreppa i
sýslunni. Má segja, að stjórn Nýja-íslands liafi elcki verið
langt frá því að verá eins konar ráðstjórn.
II.
Hvernig voru nú méginatriðin í lögum, þeim, sem giltu
fyrir Vatnsþingin, þ. e. a. s. nýlenduna i heild sinni? Laga-
bálkurinn var fullgerður á fundi í Sandvík 11. jan. 1878, og'
er hann prentaður í blaðinu „Framfara“, I. árg. 8._ tbl.
Lögin taka fram flest það, sem við kemur skipulagi og
góðri reglu innan þingsins. Ég vil nú geta lauslega um efni
sumra kaflanna og að lokum bera það saman við þá löggjöf,
sem þá gilli og að sumu Ieyti gildir enn á íslandi. Vona ég, að
þó að þetta sé allþurr fróðleikur, leiki einhverjum hugur á
að kynnast honuin.
III. kafli laganna er um kosningnrrétt og kjörgengi. Allir,
sem voru 18 ára og með óflekkað mannorð, höfðu kosningar-
rétt, en kjörgengir voru þeir, sem höfðu náð 21 árs aldri.