Eimreiðin - 01.04.1943, Page 43
eimreiðin MiGAll NÝJA-ÍSLAND VAR SJÁLFSTÆTT UÍKI
123
su veiki barst inn í nýlenduna. Segja sumir, að islenzkur
Piftur hafi flutt h ana austan frá Ontario, en aðrir, að veikur
Indíáni hafi leitað skjóls á íslenzkum hóndabæ. Svo sagði niér
aldraður maður, sem var barn að aldri, þegar þetta gerðist,
að svo hafi legið þungt farg á heimilunum, að börnin voru
hætt að leika sér. Var því ekki nema eðlilegt, að þegar sett
voru liig fyrir nýlenduna, yrði heilbrigðislöggjöfin talin eitt
af þvi nauðsynlegasta.
IX. kafli fjallar um réttarfar. — Fyrst skulu mál lögð
fýi'ir sáttanefndir. í sáttanefnd hverrar byggðar áttu tveir
menn sæti og einn til vara. Ef ekki varð sættum á komið,
skyldi málið lag't í gerð, ef annarhvor aðili krafðist þess. Var
Su dómur skipaður fimin mönnum. Hvor málsaðili tilnefndi
tvo menn, en þingráðsstjóri var sjálfkjörinn dómsforseti,
oenia aðilar komi sér sjálfir saman um annan oddamann.
XIII. kafli var uin verksvið þingráðsins. Það átti að fjalla
um öll þau mál, sem snertu þingið í Iieild sinni, svo sem
stækkun nýlendusvæðisins, bvisetuleyfi handa innlendum
mónnum, umsjón vega, yfirskoðun bóka og málamiðlun í
lu’ætum milli byggða. Var þingráðinu skylt að semja frum-
VorP um slík mál, en ekki gátu þau frumvörp öðlazt laga-
gddi, nema þau hefðu verið lögð fyrir almennan fund í hverri
hyggð, og „hvert það frumvarp, sein fær meiri hluta atkvæða
adra atkvæðisbærra þingbúa, öðlast lagagildi“.
XIV. lcaflinn greinir frá, hvað sé verksvið þingráðsstjórans.
Hans embætti er í rauninni þrefalt. í fyrsta lagi er hann
æÓsti embættismaður nýlendunnar, boðar til þingráðsfunda,
Vlnnur úr skýrslum uin hag nýlendunnar og gerir yfirlit uin
ostandið á hverju ári. í öðru lagi er það talin skylda hans
að gera almenningi grein fyrir því, hvað gera þurfi að hans
alitl til framfara og menningar. Hann er með öðrum orðum
tólagslegur leiðtogi. Og í þriðja lagi er hann milligöngu-
maðiir milli íslendinga og Kanadastjórnar. Fyrst framan af
'ar þar helzt um viðskiptamál að ræða og síðan þau mál,
Sem íslendingar sjálfir gátu ekki gert út uni upp á sitt ein-
dænii.