Eimreiðin - 01.04.1943, Síða 46
126
ÞEGAR NÝJA-ÍSLAND VAR SJÁLFSTÆTT RÍKI eimrewin
um, sem til eru, um samvizkusemi, ráðvendni og hreinskilni
manna á frumbýlisárunum, enda má segja með nokkrum
sanni, að í slíkri eldraun sé öll lífstilvera undir því komin,
að menn geti treyst hver öðrum. Það eitt að fá á sig níðings-
orð eða glata trausti annarra sökum ódrengslcapar, gat vafa-
laust orðið alveg nægileg refsing fyrir hvern, sem fyrir því
varð, þó að ekki væru til fyrirmæli um það í nokkruin lögum.
Að lokum vil ég leiða alhygli manna að því, að stjórn-
skipulag Nýja-íslands liyggðist á lýðræði. Þingráðið er eins
konar rikisstjórn, sem fer með framkvæmdarvaldið, en
löggjafaryaldið er hjá alþýðunni sjálfri, líkt og í borgríkjun-
um í Grikklandi til forna. Hver maður greiðir atkvæði um
lagafrumvarpið í sinni heimabyggð, en úrslitum ræður meiri
hluti samanlagðra atkvæða úr öllum bvggðunum fjórum.
Öðrum þræði minnir skipulagið á alþingi íslendinga á sögu-
öldinni, þar sem hinn þröngi hringur lögréttunnar var um-
luktur öðrum stærri, allri alþýðu.
Það sýnist hafa vakað fyrir Ný-íslendingúm að gefa hvorki
einstaklingum né sérstökum byggðum hefð- eða lögbundinn
yl'irráðarétt yfir nýlendunni. Það er t. d. ákveðið, að það árið,
sem kjörfundur i þingráðið er haldinn að Gimli, en sú byggð
er sunnarlega í þinginu, skuli þingráðsfundur vera haldinn
i norðurhlutanum, að Lundi, og öfugt. Með þessu hafa þeir
viljað sporna1 á móti því, að fast stjórnaraðsetur myndaðist
eða ein byggðin fengi sérstöðu i þinginu.
Árið 1887 mun sjálfstjórnarriki íslendinga hafa liðið undir
lok, og nýlendan varð hluti úr Manitobafylki. Það reyndist
ókleift, þegar fram í sólti, að rækta sérstakan islenzkan akur-
blett inni á miðju hinu mikla meginlandi. Út í þá sálma fer
ég ekki frekar, en líklegt þykir mér, að menn fái um það nokk-
ura fræðslu, þegar sá þáttur af sögu Vestur-íslendinga verður
út gefinn, er fjallar um nýlenduna vestan við Winnipeg-vatnið.
Hitt vona ég, að einhverjum þyki þó nokkurs um vert, að þar
var um áratug lítið þjóðfélag, islenzkt, sem vildi með löguni
land byggja, og sýndi í mörgu einlægan vilja á að mynda sér
skipulag, sem byggðist á frelsi, réttlætistilfinningu og mánn-
úð. Fyrir þá tilraun verðskulda Ný-íslendingarnir gömlu virð-
ingu vora og þökk.