Eimreiðin - 01.04.1943, Síða 51
KIM HKiniN'
YFIR HRAUNIÐ TIL FJALLANNA
131
visnar viði- og einirætur og dauðkalið lyng. Svo logar litill
eldur fyrir franian tjalddyrnar, og kvöldinaturinn er bráðum
tilbúinn.
Þegar ég er búinn að borða, ætla ég að ganga upp á hnjúkinn
fyrir ofan. Þaðan er gott útsýni yfir fjallahringinn, og þar
a'tla ég að sjá sólina koma upp. Hér uppi er kvöldkyrrðin heilög
og djúp. Slikar stundir eru ávallt nýjar. Hversu oft sem mér
auðnast að njóta þeirra, eru það þær, sem seiða mig til fjallanna
- eða eitthvað annað? Ég veit það ekki. Ég finn aðeins, að fjöllin
svala einhverri þrá. Ég finn, að þau efna eitthvert löngu gefið
tyrirheit. Blámi fjallanna er óendanlegur - - hann blilcar alltaf
’ fjarska. Hann er eins og lífshamingjan, sein allir leita. Þegar
takniarkinu er náð, sem var blátt i morgun, þá skin annar tind-
Ur i blámóðu fjarskans. En þar sein við stöndum, eru aðeins
,lrógur af gráu grjóti. Þannig er líf okkar leil að því fagra og
fjarlæga. Þegar við höfum höndlað gæðin, sem að var keppt,
1>:1 blasa önnur við. Erfiði þess farna er gleymt, og aftur lagt
a/ slað til nýrra fjalla. Eru ekki öræfin spegilmynd af lífinu?
'ávallt fögur i eðli sínu, en erfið og hrikaleg i nálægð.
t kvöld er ég konungur fjallanna, sonur þeirra og bróðir. Ég
t’S'ia mátt þeirra og fel mig umsjá þeirra. Eg ræki skvldur
'Rinar við þau sem góður sonur og bróðir. Hér er ríki mitt.
á einn allt, sem ég sé. Hér hefur mér fvrir öldum verið
óúinn hvilustaður í nótt. Hér geymir bróðir minn gull sín til
leil<ja.
Hér er víðáttan takmarkalaus eins og lífið og vonin. Hún
rúl»ar allt það smæsta og það stærsla, og fyrir utan takmörk
'u'nna vanmáttgu augna heldur hún áfram, full af fegurð og
endalaus, eins og vonin og lífið. Þegar sortabyljir erfiðleikanna
Io,<a útsýninu, ])á veit ég, að bak við þá bíður hin hlikandi
Y,8átta. Ég hef séð hana i nótt. Þess vegna skal ei örvænta, þó
útsýnið hverfi um stund, því að eins og sólin leitar tindanna
*Mst ög hverfur síðast af þeim, eins verinir víðsýni fjallanna
,lugann og verndar heiðríkju Iians gegn herferð skugga og
Ulyrkurs.
Éi u þefta mínar eigin hugsanir, eða eru þetta raddir kvölds-
lr>s og kyrrðarinnar? Ef til vill andardráttur sofandi fjalla?
^ það ekki, ég lief enn ekki numið mál þitt, töfraheixnui.