Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1943, Side 56

Eimreiðin - 01.04.1943, Side 56
136 LÍF Á ÖÐRUM STJÖRNUM EIMIIEIÐIN hann fór að hugsa um lífið, sem hlvti að vera til á einhverj- um þessara stjarna, alveg eins og á jörðunni. Sólirnar gátu að vísu varla verið byggðar. En umhverfis sumar þessar sólir hlutu að renna reikistjörnur alveg eins og um vora sól. Og sumar þessara reikistjarna gátu vel verið byggðar. Bókin um líf á stjörnunum varð til upp úr þessum hugleiðingum höf- undarins. Margir hafa svipaða sögu að segja og hann, bæði hér á landi og um víða veröld. Hin nýja stjarnfræðilega uppgötvun, sem verða mætti til þess að gera spurninguna um líf á öðrum hnöttum auðveld- ari viðureignar en áður, er árangur af athugun vísindamanna á stjörnuáthuganastöðvum nokkrum víða uin heim, sem gerðar hafa verið samtímis. Eina leiðin, sem visindamönn- unum virðist fær til að at'la vitneskju um líf á öðrum hríött- uin, eina leiðin, sem þeir sjálfir telja örugga, er að leita að reikistjörnum svipuðum vorri jörð, í öðrum sólkerfum. En þetta er ákaflega miklum erfiðleikuin bundið vegna þess, að þó að aðrar sólir en vor sól hefðu slikar reikistjörnur að fylgihnöttum og veittu þeim v'arma og birtu, sem er mjög eðlileg ályktun, þá gerði fjarlægð slíkra reikistjarna, nægi- lega kólnaðra til þess að þar gæti þrifizt líf, það að verk- um, að mjög erfitt eða jafnvel ógerlegt mundi reynast að greina þær í stjörnukíki, enda líklegt, að þær væru smáar í hlutfalli við sólir þær, sem þær snerust um. En það hefur komið fyrir, að stjörnfræðingar hafa orðið varir við aðdráttarafl á sýnilega stjörnu, sem truflað hefur göngu hennar, og' þeir síðan reiknað út, að þetta aðdráttarafl hlyti að stafa frá dinimri stjörnu eða ósýnilegri. Með þessu vakti t. d. yzta reikistjarnan í sólkerfi voru eftirtekt á sér, löngu áður en stjörnufræðingunum tókst að sjá hana. Þeir veittu því eftir- tekt, að Neptúnus gekk ekki nákvæmlega þá braut, sem hann átti að ganga samkvæmt hinum stærðfræðilegu Jögmálum og' reiknuðu lit, að önnur reikistjarna með ákveðna stærð og stjarnbraut hlyti að valda þessari truflun á göngu Neptúnus- ar. Allt þetta reiknuðu stjörnufræðingarnir út með vísinda- legri nákvæmni, enda stóðu útreikningarnir heima, er reiki- stjarnan Plútó fannst löngu síðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.