Eimreiðin - 01.04.1943, Blaðsíða 83
eimheiðin'
UM SAURBÆ Á HVALFJARÐARSTRÖND
163
gilsins, rétt neðan við þjóðveginn, er grasbali, er nefnist Gufu-
gerði; vottar þar enn sums staðar fyrir garðlagi. Ekki vita menn
nu, hvort þar hefur verið uni að ræða sérstakt býli eða eigi.
í bæjargilinu þar hjá eru nokkrar uppsprettulindir sem að-
allega inynda bæjarlækinn. Lindir þessar eru kenndar við Hall-
grím Pétursson, og er þaðan leilt mjög gott og heilnæmt vatn
i fjós, bæ og fjárhús. Loks var tómlhúsbýli fyrir vestan bæjar-
lækinn, neðarlega, þá utantúns, er hét Hjallagerði. Var þar
^álgarður, er ég kom að staðnum. Nu er þar rennslétt tun,
°g sést aðeins dálítil steinahrúga, þar sem kofinn stóð.
Saurbær er engin hlunnindajörð, en talin freinur farsæl,
hæg og eigi fólksfrek. Aðdrættir fremur hægir, sjóleiðis frá
Reykjavik, en siðan akvegur kom frá Akranesi, eru allir að-
úrættir þaðan, og er það einnig fremur stutt leið. Tún hefur
ullmikið aukizt í tíð siðustu presta.
Pátt er um minnismerki frá tíð séra Hallgríms Péturssonar.
^ó er steinn allstór á melnum fyrir austan tunið, er kallað-
llr er Hallgrímssteinn, og segja sagnir, að skáldið hafi setið
bar í góðu veðri i skáldlegum hugleiðingum. Uppi á brún
Eánnahlíðar er lítið klettabelti, er Prjónastrákur nefnist.
^iunnniæli herma, að madama Guðriður (Tyrkja-Gudda),
kona skáldsins, hafi þar falið skurðgoð og verið blendin i
Uúnni, frá þvi er hún var hernumin af Tyrkjum.
klörgum prestum mun hafa farnazt vel í Saurbæ, þó að ekki
kafi þeir alls kostar farið á mis við ýmislegt mótdrægt, trem-
111 en Hallgrímur Pétursson.
Stjörnuspár og trúin á þær.
Trúin u stjörnuspáv er lifseig enn í <lag. Það sýna eftirfarandi upplýs-
*ngar: í Bandaríkjuin Norður-Ameriku eru um H0 000 stjörnuspámenn, og
Um 2500 dagblöð og vikublöð flytja stjörnuspádóma. Stjörnuspádóma-
fnuarit citt, sem liafði 100 000 áskrifendur i byrjun ófriðarins, fjolgaði
>eun UPP i 500 000 eftir árásina á Pearl Harbour. Yfir tuttugu sjörnu-
sPadómatimarit koma út í Bandarikjunum. Talið er, að Bandarikjamenn,
S°m vilia sjá fram i timann, greiði stjörnuspámönnum, lófalestrarmonn-
Iln og öðru spásagnafólki 200 milljónir dollara árlega fyrir að spá um
°°rðna hluti.
(Eftir „Saturdav Evening Post“ 17. apríl 1043.)