Eimreiðin - 01.04.1943, Qupperneq 90
170
DAUÐI HYPPOLYTOSAR
EIM HEIDIN’
hann hafði áhuga á nýjungunum,
vildi hann ckki loka sig inni i
neinum afkima.
Þegar André hætti, lét ég
lirifningu mína óspart i )jós.
Hann virtist glaður yfir lofinu
og Ieit til stjúpu sinnar. Ég ba'ð
hann að spila meira og settist
gegnt honum. Ljósið féll á and-
lit hans, sem var stillilegt að
vanda, en þar sem tónsmíð hans
lýsti svo auðugu ímyndunarafli
ásamt þroskaðri hugsun, spurði
ég sjálfan mig, hvort skapgerð
André vœri ekki einmitt ofin
þessum ólíku þáttum djörfung-
ar og varfærni. Mig grunaði, að
undir hinu fágaða og rólega
yfirbragði hans byggi langt um
meira skap en hjá þeim, sem
fiíka tilfinningum sínum livers-
dagslega. Mér fannst ég allt í
einu skilja þá togstreitu, sem
hlaut að eiga sér stað á milli
ráðríkra tilfinninga og hins
þrautþjálfaða vits, sem bjó í
þessari inniluktu sál. Ég gerði
mér til gamans að hugsa mér
þessa leynilegu baráttu. Æ, nú
veit ég alit of vel, hvernig þeirri
baráttu lauk!
Charlotte sat nálægt hljóðfær-
inu, á niéðan André var að spila.
Hún fylgdist nákvæmlega með
og hreyfði höfuðið ósjálfrátt
eftir hljóðfallinu, svo að auðsætt
var, að hún þekkli verkið út í
æsar. Ég var svo niðursokkinn í
að lriusta, að ég steingleymdi
Ivarli Vignet. Undir eins og
André hætti að spila, sneri ég
mér við. Karl Vignet lá aftur á
bak í hægindasfól í hinum enda
stofunnar. Hann sagði ekki stakt
orð við soninn, en samsinnti
hrifningu minni með örlitilli
hreyfingu. Augu hans hvörfluðu
hikandi í áttina að hljóðfærinu,
cn hugurinn var auðsjáanlega
langt í burtu.
Ég kenndi óljóst til ineðaumkv-
unar með þessum manni. Ég
gekk til hans, en hann stóð
snögglega á fælur og' dró sig í
hlé. Ég skildi, að hugur hans
var fullur haturs til alls þess,
sem ungt er.
„Vilt þú nú ekki syngja eitt
lagið úr „Negralikneskinu“?
spurði André stjúpu sina. „Þetta,
sem þér geðjast bezt að, —- þú
manst?“
Hann sló einn tón. Charlotte
reis á fætur og byrjaði á laginu.
Það var ofurlítil tónlistarbrella
með léttum og leikandi blæ. Það
var vafalaust vandasamt að
syngja það. Charlotte lagði sig
í liina. A stöku stað var auð-
lieyrt, að hún minntist fyrri leið-
beininga André, og jiau brostu
livort til annars, eins og ákveðnir
tónar fælu í sér ánægjulegar
endurminningar.
Jafnskjótt og fyrstu hljómarn-
ir bárust um stofuna, reis Karl
Vignet á fætur og lriammaði sér
niður við hliðina á mér. Hann
yppti öxluni uin leið og hann
bvislaði:
„Skiljið þér þetta? Ég botna
ekkert í þvi.“ Hann þagnaði, en