Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1944, Side 27

Eimreiðin - 01.04.1944, Side 27
EIMREIÐIN VIÐ ÞJÓÐVEGINN 91 h.jarkarlaufin þrjú I barminum, tákn þess, að það liefði kosið °g tákn gróandans í íslenzkri mold og íslenzku þjóðlífi. Gamla íólkið, sem mundi þrautastundirnar úr lífi liðinna kynslóða skýrast, var ef til vill ekki alveg laust við klökkva, en það 'ar fagnaðarklökkvi. „Já, sérðu ekki á mér hvað ég er glöð?“ sagði gamla konan, sem staulaðist út ganginn í Miðbæjarskóla ^eykjavíkur að morgni fyrsta kjördagsins, er hún var spurð hvort hún væri búin að kjósa. Og það vottaði fyrir tári í a«gunum öldnu. En unga kynslóðin lét ekki sitt eftir liggja heldur. Hún Sekk ótrauð að verki. Allir unnu saman að sameiginlegu •uiirki, og allur flokkarígur hvarf út í veður og vind þessa '‘ftirniinnilegu daga. Markinu varð líka náð með sæmd, en framundan bíða viðfangsefnin mörg og stór, sem krefjast ó- skiptrar atorku og samtakavilja allrar liinnar íslenzku þjóðar. SAMBAND íslands út A við. Úregnir af ummælum erlendra blaða um þjóðaratkvæða- gfeiðsluna og hið nýja lýðveldi á íslandi hafa þegar borizt hingað úr ýmsum áttimi, svo sem frá Danmörku, Svíþjóð, vetlandi og Bandaríkjunum. Ein allra athyglisverðasta rettin er frá fréttaritara Keuters í London og símuð þaðan til Morgunblaðsins að kvöldi hins 24. maí s.l. í fregn þessari er skýrt frá grein um atkvæðagreiðsluna og lýðveldisstofn- 1111’na á íslandi, sem sögð er birtast í Lundúnablaðinu TIMES 'niintiidaginn 25. maí, þ. e. daginn eftir að fregnin er send. 'ðar barst fregn um grein þessa frá utanríkismálaráðuneyti |slands, samhljóða hinni að mestu. Aðalefni greinarinnar er 1 fréttaskeytinu og vert umhugsunar fyrir oss íslendinga, þar Sem blaðið bendir réttilega á, að þrátt fyrir ákvörðun ís- enzku þjóðarinnar um stofnun lýðveldis, sem sé í „alla staði endanleg hvað innanlandsfullveldi snertir“, hafi „enn ekki 'erið gengið frá sambandi íslands út á við.“ Allir, sem þekkja eitthvað til, vita vel, að stjórnmálarit- sfjórarnir í skrifstofum stórblaðsins TIMES við Printing ouse Square orða ekki opinber ummæli sín umhugsunar- a,lst> heldur að vel yfirlögðu ráði. í*að er rétt hjá TIMES, að ísland liefur hvorki her né

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.