Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1944, Page 35

Eimreiðin - 01.04.1944, Page 35
13IMREIÐJN HEBRESKA OG ISLENZKA 99 manna um frumheimkynni Indógermana breytzt mjög á síðustu aratugum, og hallast nú allmargir að því, að frumheimkynn- anna beri að leita í norð-austurhluta Evrópu. I riti mínu „Um frumtungu Indógermana og frumheimkvnni“ (1943) hef ég rakið þessar skoðanir að nokkuru og reynt að draga fram ný gögn til staðfestingar þessari kenningu. Semítisk mál. Semítisk mál eru, eins og kunnugt er, kennd við Sem, son Nóa, af því að í Genesis 10 (1. Mósebók) er þjóðuin Vestur-Asíu skipt í þrjá höfuðflokka eða þjóðir, er eigi að vera afkomendur þeirra Sem, Kam og Jafet, Hebrear, Aramear og Arabar eiga að vera afkomendur Sem, og tók því málfræðingur einn upp þetta nafn 1 Ang. Ludw. Schlözer) í lok 18. aldar, og liefur það haldizt síð'an. Það er hagkvæmt og er því notað af þeim ástæðum ein- l]ni. Hebreska og arabiska eru náskyld mál og sömuleiðis hebreska °g arameiska. Sömuleiðis lieyra eþíópíska (í Abessiníu) og akkadiska til þessum málaflokki, og eru þá taldar fimm höfuð- tungur þessa málaflokks. Er það álit ýmissa fræðimanna, að í '"'uður-Arabíu hafi verið frumheimkynni Semítanna, því að kunn- er, að á sögulegum tíma liafa hjarðsveitir Araba flætt yfir nienningarlöndin í Mesópótamíu og Sýrlandi, yfir alla Vestur- Asíu og Norður-Afríku. Er því hér um stórkostlega þjóðflutn- 1]1ga að ræða, svipaða þjóðfl.utningum Indógermana, er breidd- Ust út um alla Evrópu, og Germana síðar meir. Hinsvegar hafa nienn litla hugmvnd um, hvaðan Frum-Semítar komu, er þeir settust að í Suður-Arabíu. Loks má geta þess, að forn-egypzka er af ýmsum talin til semítiskra mála. Hafa menn veitt því eftir- tekt, að pýramidaáletranir á forn-egypzku eru mjög líkar semít- ]sku, og er það álit fræðimanna, að forn-egypzka liafi uppruna- lega heyrt til þ essum málaflokki, en hafi fvrir mörgum þúsund- Um ára klofnað frá frum-semítisku og þróazt á sinn sérkennilega ^átt. Enn liafa menn borið hamitísk mál (mál Berba í Norður- Afríku, Sudan-negra og Hottentotta í Suður-Afríku o. fl.) saman 'ið semítisk mál, en rannsóknum þessum er tæplega svo langt l^oinið, að um óvéfengjanlegan árangur sé að ræða. Höfuðeinkenni semítiskra mála eru samhljóðin. Frummerk- Ulg semítiskra orða er bundin við samhljóð, en sérliljóðin eru

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.